Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.07.2018, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2018 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is Guðrún Kvaran,prófessor em-eritus, á 75 ára af- mæli í dag. Hún var pró- fessor hjá Orðabók Háskóla Íslands og orð- fræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum og einn- ig prófessor við Háskóla Íslands. Sem prófessor emeritus sinnir hún Ís- lenskri málnefnd. Svo er hún forseti Hins íslenska þjóðvinafélags auk þess sem hún sinnir eigin rannsóknum. „Ég er að rannsaka tökuorð, aðallega dönsk tökuorð og miða við árið 1800 en þá fer að berast mikið af varningi til landsins. Ég er einnig alltaf að færa inn ný mannanöfn sem eru sam- þykkt af mannanafna- nefnd og viðhalda nafna- grunninum mínum,“ en Guðrún sendi frá sér bókina Nöfn Íslendinga og uppfærir hana á hverju ári á vefsíðunni Snara.is. „Þetta eru um 100 nýjar færslur á ári, þá bæði ný nöfn og einnig hliðarmyndir og nýr ritháttur eldri nafna sem þarf að færa inn.“ Auk þess að sinna rannsóknum hefur Guðrún gaman af því að fara í gönguferðir, bæði innanlands og erlendis. Guðrún tekur á móti sínum allra nánustu í kaffi í dag en svo er hún rokin til Montréal í Kanada, en hún hefur ekki komið til Kanada áður. „Þetta er ekki afmælisferðin, maðurinn minn er að fara á ráðstefnu í Montréal. Ég er búin að fara í afmælisferðina, fór til Ástralíu í lok febrúar og byrjun mars. Það var alveg stórkostleg ferð, við fórum til Sydney og Melbourne en langskemmtilegast fannst mér að fara inn í eyðimörkina, sjá Ayers Rock, sem kallast einnig Uluru, og kynnast menningu þeirra sem byggðu Ástralíu fyrstir.“ Eiginmaður Guðrúnar er Jakob Yngvason, prófessor emeritus, en hann var lengi prófessor í eðlisfræði við Vínarháskólann og vinnur þar enn. Börn þeirra eru Böðvar Yngvi, MA í heimspeki og er að skrifa MA- ritgerð í þýðingarfræðum, og Steinunn Helga sem lærði alþjóðlega þróunarfræði og vinnur hjá UNICEF hér á landi, áður í Kambódíu. Fræðimaðurinn Guðrún rannsakar gömul tökuorð og uppfærir nafnagrunninn sinn reglulega á netinu. Fór í afmælisferð til Ástralíu fyrr á árinu Guðrún Kvaran er 75 ára í dag R agnheiður Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 21.7. 1933 en ólst upp í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Hún fór 14 ára í Gagnfræðaskóla Austurbæjar en kom alltaf heim í sveitina, strax að prófum loknum: „Þá var gjarnan get- ið um útskriftir og hæstu einkunnir í fjölmiðlum og eftir að ég kom austur lásum við í Tímanum að ég hefði fengið hæstu einkunn sem gefin hefði verið í Austurbæjarskólanum frá stofnun, í 22 ár. Þetta þóttu tíðindi í Þykkvabænum. Síðar dúxaði ég á gagnfræðaprófi og á stúdentsprófi frá VÍ.“ Ragnheiður lauk stúdentsprófi frá VÍ 1954, stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1959- 60 og 1964-68, hjá Askov Jensen/ Glyptotekið í Kaupmannahöfn 1962, við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1968-70 og í Atelier 17 í París hjá S.W. Hayter 1970. Ragnheiður hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í um 200 samsýningum, víðsvegar um heim. Ragnheiður sat í stjórn félagsins Íslensk grafík 1971-73 og í stjórn FÍM 1972-77. Hún hefur holtið fjölda verðlauna og viðurkenninga, s.s. The 5th International Print Biennale, í Crakow í Póllandi, 1974; The 4th Int- ernational Exhibition of Graphic Art, í Frechen í Þýskalandi, 1976; La Bie- nal de IBIZA, á Ibiza á Spáni, 1978; Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður – 85 ára Ljósmynd/Jyllandsposten 1985 Við pressuna Þessi mynd birtist af Ragnheiði með löngu viðtali við hana í Jyllandsposten Kult og kunst, árið 1985. Margverðlaunuð fyrir list sína víða um heim Ekki bítlahljómsveit Þorvar, Hafsteinn, Tindur, Jón Óskar og Hringur. Reykjavík Sólrún Lea Friðriksdóttir fæddist 4. október 2017 kl. 22.33. Hún vó 4.910 g og var 54 cm að lengd. For- eldrar hennar eru Eva Sól Jakobs- dóttir og Friðrik Karlsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.