Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 18

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 18
18 19 besta nýtingin á dýrmætum tíma samkomunnar? Væri betra ef í stað þess að kynna næsta ræðumann sem ætlaði að taka undir með þeim síðasta spyrði fundarstjóri; eru hér önnur sjónarmið? Aðalatriðið hlýtur að vera að fundarmenn heyri öll sjónarmið í málum og geti svo tekið ákvörðun hvernig þeir greiða atkvæði. Tilgangurinn með svona samkomum er jú fyrst og fremst að taka ákvarðanir. En þeir sem fylgjast með umfjöllun fjölmiðla af vettvangi stjórnmála sjá annað fyrirkomulag. Minnihluti og meirihluti takast á og keppnin snýst oft um að gera sem minnst úr þeim sem hafa aðrar skoðanir en þau sem hafa orðið. Við á kirkjuþingi höfum eins og fólk í stjórnmálum ólíkar skoðanir. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson sagði á s.l. leikmannastefnu að það væri skrýtin kirkja sem ekki væri rifist í. Ég ætla hvorki að taka undir þá skoðun né andmæla henni en velta því upp að það skipti máli hvernig er rifist. Á þeim árum sem ég hef setið á kirkjuþingi hef ég ekki hitt einn einasta kirkjuþingsmann sem ekki hefur einlægan áhuga á hagsmunum þjóðkirkjunnar. Það er mín skoðun að það sé hollt að hlusta á sjónarmið fólks sem hefur slíkan áhuga, jafnvel þó maður sé þeim ekki sammála. Í okkar samfélagi er ekki mjög algengt að hlusta á ólík sjónarmið og það jafnvel talið vera skortur á stefnufestu að breyta um skoðun ef rök í umræðu benda á nýjar leiðir. Hinn mikli meistari Sufista Ibn Arabi sagði að hvert og eitt okkar væru holdgerving einhverra eiginleika eða kjarna Guðs. Eða eins og ég skil hann, einhvers hinna leyndu nafna Guðs. Ef það er rétt, er þá ekki skynsamlegt að hlusta eftir því hvað hver birtingarmynd Guðs hefur að segja? Það er hættulegt að efast aldrei um eigin sannfæringu. Maðurinn hefur framið sín verstu verk í fullkominni sannfæringu, og stundum þau allra skelfilegustu ef hann hefur trúað því að hann væri að framkvæma vilja Guðs. Mannskepnan er flókin vera og margvísleg. Í hverju okkar býr eitthvað fallegt og gott en eins eitthvað lakara. Við komum stundum sjálfum okkur á óvart sem þá þýðir að við þekkjum okkur sjálf ekki fullkomlega. Það hefur okkur lengi verið ljóst enda þekkjum við leiðbeininguna frá forngrikkjum, þekktu sjálfan þig. Það má halda því fram að við þekkjum annað fólk jafnvel minna en okkur sjálf. Enda er það nokkuð vandasamt að þekkja fólk, þessar margbrotnu verur, sem hver og ein er einhverskonar birtingarmynd Guðs. Sköpuð í Guðsmynd en hvert og eitt ekki nema brot af hans mynd.. Nú á tímum kommentakerfa og samfélagsmiðla er áberandi hvað margir eru fljótir að dæma annað fólk bæði einstaklinga, hópa og jafnvel heilu samfélögin. Já dæma aðra of oft hart jafnvel þó að þekking þeirra á þeim sem þau dæma sé ekki meiri en hægt væri að handskrifa á eldspítustokk. Þessi háttur að afgreiða fólk út af borðinu, hlusta ekki á önnur sjónarmið og alls ekki á skoðanir og hugmyndir þeirra sem á einhvern hátt eru okkur ekki að skapi er vondur siður og hættulegur. Fólk hlustar einkum á þá sem eru sammála þeim. Facebook vinir fólks eru gjarnan líklegir til að hafa svipaðar skoðanir. Eftir kosningarnar í síðasta mánuði bað þjóðþekktur karlmaður alla sem höfðu kosið tiltekinn flokk um að slíta samskiptum við sig hið snarasta. Hann vildi ekkert heyra af eða vita um slíka vitleysinga. Við sjáum að ef einhverjum verður á, þá er sú eða sá hálfpartinn gerður útlægur. Fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.