Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 20

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 20
20 21 fólks sem er af ólíkum menningarsvæðum og af mismunandi trúarbrögðum. Það sem sameinar áhuga þeirra á málefninu er sú skoðun að þetta sé besta leiðin til að gera heiminn betri. Að hvetja fólk til að temja sér samúð og umburðarlyndi sé einföld en áhrifarík leið til að breyta heiminum. Væri þetta ekki ágæt hugmynd inn í íslenskt samfélag? Hvort sem við myndum vilja tengjast þessu tiltekna verkefni eða ekki þá finnst mér hugmyndin spennandi og af þessu fólki má læra. Getur verið að búið sé að draga svo mikið úr kennslu í kristinfræði og áhugi á trúarbrögðum það mikið á undanhaldi að fólk muni ekki sérstaklega eftir gullnu reglunni? Sumir segja að ein elsta ritaða heimildin um gullnu regluna sé að finna í skrifum Konfúsíusar fimm öldum fyrir Krist. Aðrir vísa til heimilda um að reglan hafi verið þekkt hjá forn Egyptum. Við vitum að Gyðingar þekktu gullnu regluna og við lærðum sennilega flest um hana í kristinfræðitímum og í sunnudagaskóla í barnæsku. M.ö.o. gullna reglan hefur verið þekkt mjög lengi, hjá mörgum þjóðum. En eitt er að þekkja og vita, annað er að gera. Trúarbrögð, þar með talin okkar, eru meira og meira að verða hugmyndafræðilegt samtal frekar en skuldbinding um tiltekna breytni. Gott að kunna betra að gera. Ég held að flest okkar séum þeirrar skoðunar að við höfum gott af því að vera minnt á þá góðu leiðsögn sem við fáum í messu, þegar við lesum biblíuna, eða eigum samfélag við gott fólk. Væri okkur ekki öllum holt að vera oftar minnt á gullnu regluna og það að samúð og umburðarlyndi eru lykill að góðu samfélagi, hornsteinn góðra samskipta. Það þarf æfingu og ástundun til að temja sér nýja siði eða bæta breytni sína. Getum við bætt örlítið íslenskt samfélag með því að fara í átak um að minna fólk á að, Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Væri það verðugt verkefni fyrir hina íslensku þjóðkirkju að hafa forgöngu um? Fá fleiri til að vera með. Leggja upp í leiðangur til að tryggja að fólk þekki regluna, væri minnt á hana reglulega og fengi tækifæri til að vera liðsmenn í slíkri vegferð. Væri áhugavert að innleiða “Charter for compassion” á íslandi! Einhverskonar samkomulag um samúð og umburðarlyndi. Hafa þetta einfalt og setja hugmyndina fram af auðmýkt. Það eru 18 mál á dagskrá þessa kirkjuþings. Sum þeirra jafnvel gamlir kunningjar. Fjórða mál kirkjuþings er tillaga að frumvarpi um ný þjóðkirkjulög. Það hefur t.d. verið á dagskrá kirkjuþings frá því áður en mörg okkar vorum fyrst kosin á kirkjuþing. Að lokum vil ég þakka öllu því frábæra fólki sem hefur undirbúið þetta þing. Sérstaklega starfsfólki biskupsstofu og kirkjuráðs, starfsfólki garðasóknar og svo auðvitað öllum kirkjuþingsfulltrúum sem hafa komið að undirbúningnum. Ég vona að við eigum gott og uppbyggilegt samtal á þessu þingi. Komumst að niðurstöðu sem er góð sátt um, kirkju og kristni til heilla. Takk fyrir. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.