Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 22

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 22
22 23 bráðabirgðaákvæðum við fjárlög hverju sinni. Þessar skerðingar hafa haldið áfram fram á þennan dag. Hvorki í fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 né fjárlögum þessa árs (eða 2018) er gert ráð fyrir þessum framlögum að fullu. Í tilviki kirkjujarðasamkomulagsins vantar um 550 milljónir króna til að ná fullum efndum og hvað sóknargjöldin varðar vantar ríflega 900 milljónir til að vega upp á móti skerðingum sem hafa átt sér stað frá 2008. Frá árinu 2015 hafa hins vegar verið samþykkt framlög í fjáraukalögum til að efna kirkjujarðasamkomulagið að fullu, bæði árið 2015 og 2016. Með því hefur ríkið í reynd viðurkennt efndaskyldu sína, og hefur enda aldrei haldið öðru fram. Í tillögum dómsmálaráðuneytisins vegna fjáraukalaga 2017 er svo gert ráð fyrir að enn einu sinni verði samþykkt framlag í fjáraukalögum til að unnt sé að efna samninginn að fullu. Ég bendi hins vegar á það sem öllum má vera ljóst að ekkert liggur fyrir um vilja þess Alþingis sem nú er nýkosið til að samþykkja þessa tillögu. Framlög ríkisins til kirkjunnar samkvæmt fjárlögum ársins 2017 eru ríflega 5 milljarðar króna, en næmu um 6,7 milljörðum ef öll lög- og samningsbundin framlög væru greidd út, án nokkurra skerðinga. Það er rétt að taka það skýrt fram að það sættu auðvitað fjölmörg önnur málefnasvið miklum niðurskurði í kjölfar efnahagslægðarinnar og mörg dæmi eru um málaflokka sem enn njóta lægri framlaga úr ríkissjóði en á árunum þar á undan. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er ekki gert ráð fyrir öðru en að framlög til kirkjunnar verði nálægt því 5 milljarða marki sem fjárlög 2017 miðuðu við. Eins og endurtekin afgreiðsla Alþingis á fjáraukalögum sýnir, virðist þó flestum ljóst að sú fjárhæð er ekki fyllilega raunhæf. Skipaðir hafa verið starfshópar til að fara yfir fjárhagsmálefni kirkjunnar og einstaka þætti þeirra. Ráðuneytisstjórar dómsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og forsætisráðuneytið hafa haft umboð, skv. samþykkt ríkisstjórnar frá 20. ágúst 2015 til að ganga til viðræðna við þjóðkirkjuna um framkvæmd og efndir kirkjujarðasamkomulagsins og önnur fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Þær viðræður hafa skilað drögum að einfölduðu samkomulagi, þar sem miðað væri við fastar fjárhæðir og að þjóðkirkjan hefði sem ríkast sjálfdæmi um hvernig hún ráðstafar þessum framlögum. Hins vegar hafa ráðuneytisstjórarnir ekki haft neitt umboð til að semja um neinar aðrar fjárhæðir en eru í fjármálaáætlun. Málið hefur því í raun og veru verið í pattstöðu. Eftir að mynduð var sú ríkisstjórn sem ég tók sæti í og dómsmálaráðuneytið sett á stofn á nýjan leik síðastliðið vor, hefur verið unnið að því að móta nýtt samningsumboð fyrir þennan ráðuneytisstjórahóp. Að minni ósk voru málefni þjóðkirkjunnar tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í sumarbyrjun. Ég var orðin vongóð um að nauðsynleg pólitísk samstaða gæti náðst um ásættanlegan samningsgrundvöll þegar ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú á haustmánuðum. Það verður að ráðast á næstu vikum hvort ný ríkisstjórn ber gæfu til að móta samnings- grundvöll fyrir fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju til næstu ára. Afstaða mín til þessa er skýr. Bæði ríki og kirkja þurfa á því að halda að fjármálaætlun til fimm ára og fjárlög hvers árs endurspegli raunveruleg útgjöld ríkisins vegna kirkjunnar. Ég mun leggja áherslu á að kirkju jarðasamkomulagið verði einfaldað með nýjum viðbótarsamningi og fjárhæð sóknargjalda fest til lengri tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.