Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 34

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 34
34 35 Sterkari staða á Kirkjuþingi Góð reynsla er komin á starf kirkjuþings unga fólksins en það kom saman í áttunda skiptið í ár. Kirkjuþing unga fólksins ályktaði að fulltrúi KUF á kirkjuþingi hafi atkvæðisrétt í stað þess að vera áheyrnafulltrúi. Forsetar KUF hafa hingað til haft málfrelsi og tekið virkan þátt í störfum kirkjuþings. Þingið taldi eðlilegt að gefa þeim frekari tækifæri á að hafa mótandi áhrif á störf þingsins og niðurstöður með því að þeir öðlist atkvæðisrétt á þinginu. Kirkjuráð sendi kirkjuþingi unga fólksins þakkir fyrir ábendingar og góðar tillögur. Lýkur hér umfjöllun um kirkjuþing unga fólksins og ályktanir þess. Verkefni kirkjuráðs Fyrsti fundur kirkjuráðs eftir 54. kirkjuþing var 257. fundur og var haldinn hinn 29. nóvember á síðasta ári. Alls urðu fundir kirkjuráðs 15 á kirkjuþingsárinu eins og áður hefur komið fram og var síðasti fundur fyrir núverandi kirkjuþing sá (2)71. í röðinni. Í skýrslu þessari verður vísað til fundanna um gjörðir kirkjuráðs í númeraröð og til hægðarauka verður einungis vísað til þess tugar sem þeir tilheyra. Þannig verður 257. fundur nefndur 57. fundur, 258. fundur verður nefndur 58. fundur o.s.frv. Einungis verður fjallað um mál sem tekin voru á dagskrá og hlutu þar afgreiðslu af hálfu ráðsins eða skuldbindandi ákvörðun var tekin um. Verkefni kirkjuráðs á fasteignasviði Verkefni fasteignasviðsins voru til umfjöllunar á þrettán fundum kirkjuráðs á starfsárinu. Á (2)57. fundi var lögð fram stefnumörkun vígslubiskups og stjórnar vegna vinnu við deiliskipulag fyrir Skálholtsstað og Skálholtsjörðina. Kirkjuráð ályktaði að gerð verði áætlun í tengslum við uppbyggingu Skálholtsstaðar sem ferðamannastaðar þar sem fram kæmu markmið um fjölda ferðamanna, þær tekjur sem hafa mætti af slíkri starfsemi og þær endurbætur sem gera þarf til að þeim markmiðum yrði náð. Kirkjuráð samþykkti að deiliskipulagsvinnu verði fram haldið. Kirkjuráð samþykkti jafnframt að unnar verði tillögur að breyttri nýtingu á húsakosti staðarins skv. tillögum þar um. Hallveigartröð 4, Reykholti, forkaupsréttur Kirkjumálasjóðs. Eignin er í sölumeðferð en Kirkjumálasjóður á forkaupsrétt á henni skv. lóðaleigusamningi. Samþykkt var að fallið verði frá forkaupsréttinum. Á (2)58. fundi var samþykkt að veita eiganda Löngumýrarskóla í Skagafirði leyfi til að reisa sólskála við húsið. Á (2)59. fundi var lögð fram uppsögn ábúðar á jörð Kirkjumálasjóðs að Hraungerði í Flóahreppi. Kirkjuráð fól framkvæmdastjóra og fasteignasviði ásamt kirkjustarfshópi að kanna möguleika á nýtingu jarðarinnar. Þá var samþykkt að fasteignin Laugavegur 31 yrði sett á söluskrá. Á (2)61. fundi var ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust í fasteign Kirkjumálasjóðs að Laugavegi 31.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.