Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 35

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 35
35 Á (2)6 2. fundi samþykkti kirkjuráð leyfi til handa Orkustofnunar vegna nýtingar jarðhita og til handa RARIK vegna lagningar jarðstrengja á landi Reykholts í Borgarfirði. Á (2)64 . fundi sam þykkti kirkjuráð erindi Stefáns og Jóns Tr. Guðmunds sona þar sem ósk- að var eftir að fá að taka jörðina Hraun gerði á leigu til eins árs gegn leigu gjaldi sem nemi 3% af fasteigna mati jarðarinnar fyrir yfir standandi ár. Kirkjuráð fól jafnframt fasteigna- sviði að undir búa sölu jarðarinnar. Á (2)65. fundi var samþykktur samningur við Ölkeldubændur um leigu á túnum prests- setursjarðarinnar að Staðastað. Þá samþykkti kirkjuráð að gera samstarfssamning við HS Orku um endurheimt votlendis á allt að 10 ha. landssvæði vegna fyrirhugaðrar Brúarvirkjunar. Fram kom að verkefnið væri án kostnaðar fyrir Kirkjumálasjóð. Kirkjuráð samþykkti jafnframt samstarf við Auðlind, náttúrusjóð um sambærilegt verkefni. Á (2)66. fundi samþykkti kirkjuráð erindi varðandi skráningu landeignarinnar Þorgilsreitur í fasteignaskrá en hún er hluti Hofs í Vopnafirði og er eigninni afsalað sem lóðar undir safnaðarstofu. Á (2)67. fundi var ákveðið að veiðihlunnindi sem fylgja Hofi í Vopnafirði verði undanskilin í auglýsingu um sóknarprestsembætti Hofsprestakalls. Kirkjuráð samþykkti tillöguna en ályktaði að sú ákvörðun verði endurskoðuð þegar starfshópur kirkjuráðs sem kirkjuþing 2015 ályktaði að skipaður yrði til að skoða slík mál í tengslum við stefnumörkun þjóðkirkjunnar um eignir og eignastýringu skilar niðurstöðu sinni. Á (2)68. fundi voru til umfjöllunar Reykhólar, málefni prestbústaðar, leigusamningur um húsnæði. Lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Verkís með viðhalds- og kostnaðarmati prestbústaðarins að Reykhólum. Þá var lagður fram leigusamningur við Brynju, hússjóð Öryrkjabandalags Íslands um 52,7 m2 íbúð við Barmahlíð í Reykhólahreppi. Leigusamningurinn er til ársloka 2017 með heimild til framlengingar. Íbúðin verður nýtt sem aðstaða fyrir sóknarprestinn á Reykhólum þar til ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarfyrirkomulag prestþjónustu í prestakallinu. Kirkjuráð ályktar að leggja til við komandi kirkjuþing að prestbústaðurinn verði settur á söluskrá og húsið selt í núverandi ástandi. Á (2)69. fundi var tekið fyrir málið Kálfafellsstaður, ósk um liðveislu í dómsmáli. Lagt var fram erindi lögmannsstofunnar Lögmenn Höfðabakka með ósk um leiðveislu í dómsmáli. Einnig lögð fram stefna til réttargæslu í máli Héraðsdóms Austurlands nr. E- 36/2007, eigendur Borgarhafnar gegn eigendum Kálfafellsstaðar og gagnsök. Kirkjuráð ályktaði að fela fasteignasviði að bregðast við stefnunni með viðeigandi hætti. Þá samþykkti kirkjuráð að óska eftir nýju verðmati á jörðinni Hraungerði í Flóahreppi vegna uppsagnar ábúðar. Á (2)70. fundi var tekið fyrir málið Fellsmúli, beiðni um leyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar. Lagt var fram erindi Rangárbús ehf. vegna lagningar hitaveitulagnar frá fiskeldisstöð Matorku í landi Fellsmúla. Kirkjuráð samþykkti erindið. Þá var tekið fyrir málið Reykholt, endurnýjun á samningi um skógrækt. Lagt var fram erindi sóknarprestsins í Reykholti varðandi endurnýjun samnings við Skógræktarfélag Borgarfjarðar um skógrækt í Reykholti. Kirkjuráð samþykkti erindið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.