Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 35

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 35
35 Á (2)6 2. fundi samþykkti kirkjuráð leyfi til handa Orkustofnunar vegna nýtingar jarðhita og til handa RARIK vegna lagningar jarðstrengja á landi Reykholts í Borgarfirði. Á (2)64 . fundi sam þykkti kirkjuráð erindi Stefáns og Jóns Tr. Guðmunds sona þar sem ósk- að var eftir að fá að taka jörðina Hraun gerði á leigu til eins árs gegn leigu gjaldi sem nemi 3% af fasteigna mati jarðarinnar fyrir yfir standandi ár. Kirkjuráð fól jafnframt fasteigna- sviði að undir búa sölu jarðarinnar. Á (2)65. fundi var samþykktur samningur við Ölkeldubændur um leigu á túnum prests- setursjarðarinnar að Staðastað. Þá samþykkti kirkjuráð að gera samstarfssamning við HS Orku um endurheimt votlendis á allt að 10 ha. landssvæði vegna fyrirhugaðrar Brúarvirkjunar. Fram kom að verkefnið væri án kostnaðar fyrir Kirkjumálasjóð. Kirkjuráð samþykkti jafnframt samstarf við Auðlind, náttúrusjóð um sambærilegt verkefni. Á (2)66. fundi samþykkti kirkjuráð erindi varðandi skráningu landeignarinnar Þorgilsreitur í fasteignaskrá en hún er hluti Hofs í Vopnafirði og er eigninni afsalað sem lóðar undir safnaðarstofu. Á (2)67. fundi var ákveðið að veiðihlunnindi sem fylgja Hofi í Vopnafirði verði undanskilin í auglýsingu um sóknarprestsembætti Hofsprestakalls. Kirkjuráð samþykkti tillöguna en ályktaði að sú ákvörðun verði endurskoðuð þegar starfshópur kirkjuráðs sem kirkjuþing 2015 ályktaði að skipaður yrði til að skoða slík mál í tengslum við stefnumörkun þjóðkirkjunnar um eignir og eignastýringu skilar niðurstöðu sinni. Á (2)68. fundi voru til umfjöllunar Reykhólar, málefni prestbústaðar, leigusamningur um húsnæði. Lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Verkís með viðhalds- og kostnaðarmati prestbústaðarins að Reykhólum. Þá var lagður fram leigusamningur við Brynju, hússjóð Öryrkjabandalags Íslands um 52,7 m2 íbúð við Barmahlíð í Reykhólahreppi. Leigusamningurinn er til ársloka 2017 með heimild til framlengingar. Íbúðin verður nýtt sem aðstaða fyrir sóknarprestinn á Reykhólum þar til ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarfyrirkomulag prestþjónustu í prestakallinu. Kirkjuráð ályktar að leggja til við komandi kirkjuþing að prestbústaðurinn verði settur á söluskrá og húsið selt í núverandi ástandi. Á (2)69. fundi var tekið fyrir málið Kálfafellsstaður, ósk um liðveislu í dómsmáli. Lagt var fram erindi lögmannsstofunnar Lögmenn Höfðabakka með ósk um leiðveislu í dómsmáli. Einnig lögð fram stefna til réttargæslu í máli Héraðsdóms Austurlands nr. E- 36/2007, eigendur Borgarhafnar gegn eigendum Kálfafellsstaðar og gagnsök. Kirkjuráð ályktaði að fela fasteignasviði að bregðast við stefnunni með viðeigandi hætti. Þá samþykkti kirkjuráð að óska eftir nýju verðmati á jörðinni Hraungerði í Flóahreppi vegna uppsagnar ábúðar. Á (2)70. fundi var tekið fyrir málið Fellsmúli, beiðni um leyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar. Lagt var fram erindi Rangárbús ehf. vegna lagningar hitaveitulagnar frá fiskeldisstöð Matorku í landi Fellsmúla. Kirkjuráð samþykkti erindið. Þá var tekið fyrir málið Reykholt, endurnýjun á samningi um skógrækt. Lagt var fram erindi sóknarprestsins í Reykholti varðandi endurnýjun samnings við Skógræktarfélag Borgarfjarðar um skógrækt í Reykholti. Kirkjuráð samþykkti erindið.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.