Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 36
36 37
Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála
Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála voru til umfjöllunar á alls ellefu fundum á starfsárinu.
Á (2)58. fundi voru lagðar fram fjárhagsáætlanir biskupsstofu og sjóða og stofnana
kirkjunnar. Kirkjuráð samþykkti þær með fyrirvara um framlög á fjárlögum. Áætlanirnar
voru birtar sem fylgiskjöl með fundargerð fundarins.
Á (2)59. fundi var tekin fyrir fundargerð fjármálahóps kirkjuráðs frá 12.01.2017. Tekinn var
fyrir 3. liður dagskrár fundarins, styrkbeiðni frá Hinu íslenska biblíufélagi. Fjármálahópur
kirkjuráðs lagði til við kirkjuráð að Hinu íslenska biblíufélagi yrði veittur styrkur að
fjárhæð 1,5 m.kr. til að styðja við rekstur félagsins. Styrknum fylgdu einlægar óskir um
að félaginu megi takast að hámarka árangur sinn af hinu mikilvæga starfi félagsins.
Styrknum fylgdu jafnframt óskir um að félagið leggi allan kraft sinn í að ná til þeirra sem
erfa munu land, með því að huga að skipulagi sínu og starfsaðferðum í því skyni að virkja
þá krafta atvinnulífsins sem eru hliðhollir og vinveittir kirkjunni og þeim kjarna hennar
sem biblían geymir og geta hugsað sér að koma til liðs við félagið. Styrkveitingin var
samþykkt með þessari ályktun. Tekinn var fyrir 4. liður, framlög til Hólastaðar. Framlag
til Guðbrandsstofnunar að fjárhæð 1,5 millj. kr. virtist hafa fallið niður í fjárhagsáætlun
Kristnisjóðs fyrir árið 2017. Samþykkt var að leiðrétta úthlutunina og veita 1,5 m.kr.
framlag til Guðbrandsstofnunar. Tekinn var fyrir 5. liður, fjármálahópur vakti athygli á
að niðurfelling á eftirstöðvum skuldar Skálholts við Kirkjumálasjóð sem samþykkt var
árið 2014 að fjárhæð um 8,7 millj. kr. hafi fallið niður í fjárhagsáætlun Kirkjumálasjóðs
fyrir árið 2017. Samþykkt var að bæta framlaginu inn í áætlun sjóðsins. Tekinn var fyrir 7.
liður, framlag til skírnarfræðslunefndar. Kirkjuráð samþykkti framlag að fjárhæð 200.000
kr. Fundargerð fjármálahóps þannig samþykkt. Þá voru teknar fyrir fjárhagsáætlanir
biskupsstofu, stofnana og sjóða 2017, endurskoðun í ljósi afgreiðslu fjárlaga 2017 og
fjáraukalaga II 2016. Lagt var fram yfirlit sem sýndi uppgjör gagnvart fjárheimildum,
bráðabirgðastaða 2016, áhrif á áætlanir 2017. Kirkjuráð ályktaði að ekki væri ástæða til að
endurskoða fjárhagsáætlanir þær sem samþykktar voru á desemberfundi í ljósi stöðunnar
en vísaði til tillögu fjármálahóps um aukaúthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna.
Á (2)62. fundi var tekin fyrir fundargerð fjármálahóps 10.03.2017. Fyrir var tekið 1. mál,
endurgreiðsla á framlagi Jöfnunarsjóðs til biskupsstofu. Kirkjuráð ályktaði endurgreiðslan
eigi sér stað enda standi allar forsendur til þess með því að ríkissjóður hefur endurgreitt
biskupsstofu það framlag sem var forsenda framlags Jöfnunarsjóðs sókna til biskupsstofu.
Á (2)63. fundi var tekin fyrir málshöfðun Halldórs Gunnarssonar og Stórólfshvolssóknar
á hendur biskupi Íslands og áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar til ógildingar á úrskurði
áfrýjunarnefndarinnar í máli sóknarinnar vegna úthlutunar styrkja úr Jöfnunarsjóði
sókna. Kirkjuráð samþykkti að fela Gesti Jónssyni hrl. að annast málsvörnina.
Á (2)64. fundi var lögð fram kostnaðaráætlun vegna gerðar starfsreglna. Gert er ráð fyrir
að kostnaðurinn muni nema 1,5 m.kr. Kirkjuráð samþykkti áætlunina og ályktaði að
gætt yrði ýtrasta aðhalds og fastráðið starfslið kirkjuráðs nýtt svo sem kostur er til að
halda niðri kostnaði. Þá var tekin fyrir breyting á fjárhagsáætlun Kirkjumálasjóðs vegna
aukakirkjuþings, verkefna löggjafarnefndar og vígslubiskupskosningar. Lagt var fram yfirlit