Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 37

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 37
37 um kostnað vegna verkefna sem ekki var gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun Kirkjumálasjóðs en fallið hafa til eða munu falla til vegna ákvarðana sem teknar hafa verið. Kirkjuráð ályktar að gert verði ráð fyrir 14 m.kr. hækkun útgjalda Kirkjumálasjóðs vegna þessa auk kostnaðar vegna gerðar starfsreglna við endurskoðun fjárhagsáætlunar sjóðsins. Á (2)65. fundi var tekin fyrir fundargerð fjármálahóps frá 8. maí 2017. Tekið var fyrir 3. mál, kirkjuráð ákvað að veita 2,5 m.kr. styrk vegna reksturs og sumarbúðastarfs á vegum Kirkjumiðstöðvar Austurlands og vísar málinu til endurskoðunar rekstraráætlunar Kirkjumálasjóðs. Tekið var fyrir 5. mál. Kirkjuráð bendir á að sóknir hafa verið sameinaðar og reynsla af því hefur verið mjög góð. Kirkjuráð samþykkir eftirfarandi tillögu fjármálahóps: Kirkjuþing 2016 hvatti til þess að gert yrði átak sem miðaði að því að hvetja sóknir til samstarfs og sameiningar. Kirkjuráð telur að með tilliti til stöðu Jöfnunarsjóðs sé tímabært að beita Jöfnunarsjóði í þessu skyni ef þörf krefur. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er með þeim hætti að stuðningur við sameiningar rúmast innan þess, enda er sjóðnum meðal annars ætlað að leitast við að jafna aðstöðu og styrkja sóknir þar sem sóknargjöld nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Kirkjuráð vekur athygli forráðamanna sókna þjóðkirkjunnar á eftirfarandi: Sóknir sem hyggja á sameiningu geta óskað eftir stuðningi Jöfnunarsjóðs með það að markmiði að jafna aðstöðu sóknanna til sameiningar. Úthlutun til sameiningar sé rökstudd og afgreidd til eins árs í senn eins og reglur sjóðsins standa til, að því gefnu að ákvörðun sókna hafi verið tekin með réttum hætti. Jafnframt er Jöfnunarsjóði heimilt samkvæmt reglugerð um sjóðinn að veita vilyrði um áframhaldandi stuðning til allt að fjögurra ára. Fundargerðin samþykkt með þessari ályktun. Á (2)66. fundi var tekin fyrir fjármálaáætlun ríkisins 2018-2022, afgreiðsla Alþingis og næstu skref. Lagður var fram útdráttur úr nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis þar sem fram kemur að nefndin leggur áherslu á að samningar náist um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju fyrir gerð fjárlaga fyrir árið 2018. Kirkjuráð ályktaði að taka undir þessa ályktun Alþingis og lýsir yfir vilja sínum til að leggja samninganefnd kirkjunnar sem kjörin var af kirkjuþingi allt það lið sem það hefur yfir að ráða til að þetta megi takast. Á (2)67. fundi var tekið fyrir málefni Ástjarnarkirkju, erindi varðandi lúkningu á fjármögnun byggingarframkvæmda við safnaðarheimili. Erindið var áður á dagskrá kirkjuráðs á (2)66. fundi. Það var endurflutt þar eð taka þurfti ákvörðun um lokagreiðslu á styrk til sóknarinnar vegna byggingar safnaðarheimilis sem jafnframt verður nýtt til allra kirkjulegra athafna í sókninni. Fram var lagt erindi sóknarnefndarinnar dags. 22. maí 2017. Jafnframt var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 14. júlí þar sem fram kom að þann dag var lokaúttekt framkvæmdarinnar þar sem mannvirkið var afhent sóknarnefndinni fullbúið af hendi verktakans. Fram kom að framkvæmdastjóri kirkjuráðs og verkefnisstjóri fasteignasviðs hefðu verið viðstaddir úttektina. Ekkert hafi þar komið fram sem gaf til kynna að verkkaupi hefði athugasemdir við að taka við mannvirkinu sem fullbúnu. Kirkjuráð samþykkti að lokagreiðsla styrks Jöfnunarsjóðs sókna til sóknarinnar vegna framkvæmdarinnar, 30 m.kr. yrði innt af hendi. Á (2)68. fundi var tekin fyrir áætlun um kostnað við nýjan vef kirkjunnar, stofn kostnaðar- áætlun og ritstjórnarstefna. Málið hafði áður verið til umfjöllunar á (2)66. fundi þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.