Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 47

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 47
47 Kristnisjóður Í drögum að rekstraráætlun Kristnisjóðs er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs verði 131,2 m.kr. sem skiptist þannig að framlag fjárlaga verði 75 m.kr. en það er samkvæmt frumvarpi til fjárlaga ársins 2018. Því til viðbótar komi framlag að fjárhæð 56,2 m.kr. sem gerð hefur verið tillaga um í drögum að frumvarpi til fjáraukalaga yfirstandandi árs en sú fjárheimild verður færð til næsta árs. Þá er gerð tillaga um ráðstöfun á 117,9 m.kr. af fjárheimildum sjóðsins til reksturs og styrkja. Því er gert ráð fyrir að óráðstafað af tekjum sjóðsins verði 13,3 m.kr. Jöfnunarsjóður sókna Í drögum að rekstraráætlun Jöfnunarsjóðs er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs verði 399,8 m.kr. en það er samkvæmt frumvarpi til fjárlaga ársins 2018. Gerð er tillaga um ráðstöfun á 288,2 m.kr. af fjárheimildum sjóðsins sem skiptist þannig: Styrkveitingar til höfuðkirkna 50,5 m.kr. Styrkir til annarra sókna prófastsdæmanna 204,6 m.kr. og styrkir til annarrar kirkjulegrar starfsemi 14 m.kr. Þar er um að ræða styrki til kirkjumiðstöðva, 7,5 m.kr., til safnaða erlendis 5 m.kr. til kirkna í mannlausum sóknum 1 m.kr. og til Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar 0,5 m.kr. Því er gert ráð fyrir að óráðstafað af tekjum sjóðsins verði 111,6 m.kr.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.