Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 52

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 52
52 53 6. gr. ■Prestum, djáknum og öðrum starfsmönnum þjóðkirkjunnar er skylt að gæta trúnaðar og þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um í störfum sínum og leynt skulu fara. □Trúnaðar- og þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. III. kafli. Sóknir og prestaköll. 7. gr. ■Sókn er félagsleg og fjárhagsleg grunneining þjóðkirkjunnar. □Söfnuður á tilteknu landsvæði myndar sókn sem er starfssvæði safnaðar á hverjum stað. Ein eða fleiri sóknir mynda prestakall. □Hlutverk safnaða er einkum að standa fyrir helgihaldi, trúfræðslu og kærleiksþjónustu. Allir safnaðarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókninni. □Safnaðarmenn í sókn eru þeir sem eiga lögheimili þar, hafa hlotið skírn, sbr. 2. gr., og eru skráðir í þjóðkirkjuna í þjóðskrá. □Um sóknargjöld fer samkvæmt gildandi lögum hverju sinni. 8. gr. ■Í hverri sókn þjóðkirkjunnar starfar sóknarnefnd sem kjörin er af aðalsafnaðarfundi. Aðalsafnaðarfund sókna skal halda árlega. □Sóknarnefnd annast rekstur og framkvæmdir á vegum safnaðarins. Sóknarnefnd er ásamt sóknarpresti í fyrirsvari fyrir söfnuðinn, hefur umsjón með kirkjum safnaðarins og safnaðarheimilum. □Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um safnaðarfundi, val, stöðu, störf og skyldur sóknarnefnda og starfsmanna sókna. IV. kafli. Kirkjuþing. 9. gr. ■Kirkjuþing hefur, nema lög kveði á um annað, yfirstjórn í sameigin legum mál efnum þjóð kirkj- unnar og markar henni stefnu í öðrum málum en þeim sem lúta að kenningu þjóðkirkjunnar. □Kirkjuþing, sbr. 1. mgr., fer með yfirstjórn fjármála þjóðkirkjunnar nema lög kveði á um annað. □Kirkjuþing setur starfsreglur um ábyrgð og valdmörk innan yfirstjórnar þjóðkirkjunnar, um stjórnsýslu hennar og starfsemi og um tilhögun yfirstjórnar kirkjuþings á fjármálum. 10. gr. ■Kosið skal til kirkjuþings til fjögurra ára í senn. Kirkjuþing ákveður skipan kjör dæma þings- ins. Jafn framt ákveður kirkjuþing fjölda þingmanna. Leikmenn skulu vera fleiri en vígðir. □Kirkjuþing kýs þingforseta úr röðum leikmanna þingsins og tvo varaforseta úr röðum þingfulltrúa. Saman mynda þeir forsætisnefnd kirkjuþings. □Kirkjuþing setur starfsreglur um skipan kjördæma þingsins, kjör þess og störf, seturétt annarra en kjörinna fulltrúa á þinginu og þingsköp.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.