Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 54

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 54
54 55 □Þjónandi prestar þjóðkirkjunnar geta einnig starfað á vegum stofnana eða félagasamtaka með samþykki biskups Íslands. Kirkjuþing setur starfsreglur um presta samkvæmt þessari málsgrein eftir því sem við á. 15. gr. ■Almenn skilyrði til skipunar eða setningar í prestsembætti eru þessi: 1. Meistara- eða kandídatspróf í guðfræði frá Háskóla Íslands eða háskólapróf í guðfræði sem metið verður því jafngilt. 2. Áður en kandídat hlýtur vígslu skal hann hafa hlotið starfsþjálfun og annan undirbúning samkvæmt nánari ákvæðum í starfsreglum. 3. Kandídat sé við upphaf starfa síns sóknarmaður í þjóðkirkjunni nema samkirkjulegar samþykktir heimili annað. 4. Kandídat hafi ekki gerst sekur um athæfi sem ætla má að rýri álit hans og sé ósamboðið manni í prestsstarfi. □Að öðru leyti verður kandídat að fullnægja almennum skilyrðum 6. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. 16. gr. ■Biskup Íslands útnefnir prófasta úr hópi þjónandi presta. □Kirkjuþing setur starfsreglur um val á próföstum og störf þeirra svo og um héraðsnefndir og héraðsfundi. Þó skulu prófastar vera formenn héraðsnefnda. 17. gr. ■Þjónandi djákni þjóðkirkjunnar er hver sá sem gegnir djáknaþjónustu í kirkjunni á grundvelli köllunar og vígslu og lokið hefur viðeigandi prófi frá Háskóla Íslands eða prófi sem metið verður því jafngilt. □Kirkjuþing setur starfsreglur um þjónandi djákna þjóðkirkjunnar. 18. gr. ■Biskup Íslands boðar til almennrar prestastefnu og er forseti hennar. □Prestastefna er vettvangur biskups Íslands til samráðs um kirkjuleg málefni. □Samþykktir um helgisiði og kenningarleg málefni sæta umfjöllun og afgreiðslu á prestastefnu. Kirkjuþing staðfestir samþykktir prestastefnu. □Kirkjuþing setur starfsreglur um prestastefnu að fenginni tillögu biskups Íslands og prestastefnu. VII. kafli. Biskupsdæmið. 19. gr. ■Ísland er eitt biskupsdæmi.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.