Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 71

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 71
71 15. mál kirkjuþings 2017 Flutt af löggjafarnefnd Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til laga um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar Kirkjuþing 2017 beinir þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að flutt verði eftirfarandi frumvarp til laga um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997. Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar I. kafli. Hlutverk, aðild og skipan úrskurðarnefndar Hlutverk 1. gr. ■Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar, sbr. 23. gr. þjóðkirkjulaga, skal úrskurða í kærumálum vegna ágrein ings á kirkjulegum vettvangi eða þegar embættismaður, starfsmaður eða trúnaðar maður þjóð kirkjunnar á Íslandi er borinn sökum um siðferðis- eða agabrot eða annað brot í starfi. □Úrskurðarnefndin fjallar ekki um málefni sem varðar setningu, skipun og lausn frá embætti eða starfslok á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. □Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar er sjálfstæð í störfum sínum.  Aðild 2. gr. ■Hver sá sem hagsmuna á að gæta getur borið mál undir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar eftir því sem mælt er fyrir um í lögum þessum. Nefndarskipan 3. gr. ■Ráðherra, sem fer með málefni þjóðkirkjunnar, skipar þrjá menn í úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar til fjögurra ára í senn. Hæstiréttur Íslands tilnefnir tvo nefndarmenn og skulu þeir uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara, sbr. 12. gr. laga um dómstóla, nr. 15/1998. Biskup Íslands tilnefnir einn nefndarmann og skal hann hafa þekkingu og reynslu af málefnum þjóðkirkjunnar. Sama gildir um varamenn þeirra. Úrskurðarnefndin velur sér sjálf formann og skal hann vera annar þeirra sem Hæstiréttur tilnefnir. Sama gildir um varaformann. Nefndarmenn skulu ekki vera fastráðnir starfsmenn þjóðkirkjunnar. □Úrskurðarnefnd er heimilt að fara þess á leit við ráðherra að hann skipi tvo sér fróða menn við með ferð ein stakra mála. Skal annar þeirra til nefndur af Hæsta rétti en hinn af biskupi Íslands. Þeir skulu starfa með nefndinni við undirbúning og meðferð máls eftir ákvörðun for manns. Við til nefningu sér fróðra manna skal þess gætt að sér þekking þeirra nýtist sem best í hlutaðeigandi máli. □Þóknun nefndarmanna skv. 1. mgr., og eftir atvikum 2. mgr., skal greidd úr kirkjumálasjóði.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.