Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Side 79
79
Í samræmi við umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar samþykkir kirkjuþing eftirfarandi atriði í
aðgerðaráætlun umhverfismála 2018-2020:
• Handbók um umhverfisstarf í söfnuðum og kirkjustarfi verði endurnýjuð og birt á
vef kirkjunnar, á efnisveitu kirkjunnar.
• Kirkjan stundi siðræn viðskipti með áherslu á hag frumframleiðenda og
umhverfisvottaðar vörur.
• Staðið verði fyrir námskeiðum um umhverfismál t.d. vistmenningu, innkaup á
vörum og sorpflokkun.
• Efnt verði til samstarfsverkefna með öðrum hreyfingum, stofnunum og einstak-
lingum sem vinna að umhverfismálum og sjálfærni.
• Tímabil sköpunarverksins, sem efnt var til í fyrsta sinn sl. haust, verði fest í sessi í
september ár hvert, með viðburðum, helgihaldi og fræðslu um umhverfismál, t.d.
umhverfisdögum í kirkjum og uppskerumessum.
• Sérstök áhersla verði lögð á umhverfisfræðslu í barna-, og æskulýðsstarfi kirkjunnar,
svo og í fermingarstarfi.
• Í samræmi við ályktun frá kirkjuþingi unga fólksins (3. mál 2017) um að einnota
plastmálum verði útrýmt úr safnaðarstarfi kirkjunnar, verður notkun einnota
plastmála hætt þegar í stað. Notkun annarra einnota áhalda, borðbúnaðar og
umbúða í safnaðarstarfi kirkjunnar verði hætt fyrir árslok 2018.
• Efld verði að nýju átaksverkefni og starf í líkingu við Breytendur á vegum
Hjálparstarfs kirkjunnar.
• Gert verði sérstakt átak í endurheimt votlendis á kirkju- og prestssetursjörðum
með sambærilegum hætti og gert hefur verið í Skálholti. Haldið verði áfram
skógrækt og landgræðslu á kirknajörðum með endurnýjuðum krafti.
• Undirbúinn verði farvegur fyrir stærri söfnuði til þess að fá vottun á sjálfærri
starfsemi sinni hjá Umhverfisstofnun.