Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 80

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Blaðsíða 80
80 81 17. mál kirkjuþings 2017 Flutt af þjóðmálanefnd Skýrslur nefnda Skýrsla þjóðmálanefndar til kirkjuþings 2017 Þjóðmálanefnd skipa sr. Magnús Erlingsson , Aðalbjörg Helgadóttir, Óskar Magnússon formaður, sr. Gunnlaugur Stefánsson og Ásbjörn Jónsson. Svo sem fram kom í skýrslu þjóðmálanefndar til kirkjuþings 2016 lítur nefndi svo á að brýnt sé að innan þjóðkirkjunnar sé farvegur til þess að fást við umræður um þjóðkirkjuna á opinberum vettvangi. Nauðsynlegt er að þjóðkirkjan eigi frumkvæði að því að kynna hið mikla starf sem fram fer innan hennar vébanda og einnig er mikilvægt að til staðar sé þekking og reynsla til að bregðast við þegar á kirkjuna er hallað. Hefur þjóðmálanefnd lýst þeim vilja sínum að vera leiðandi í þessum efnum, einkum við að koma þessum þætti starfsins fyrir á skilvirkan og traustan hátt innan þjóðkirkjunnar og tryggja að öflug forystu verði um framagang þessar mála. Nefndin hefur ekki fengið formleg viðbrögð við þessum tillögum sínum en ítrekar nú, vilja sinn til að leiða slíkt starf. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn innan kirkjunnar og koma því mikla og óeigingjarna starfi sem þar fer fram á framfæri með kerfisbundnum hætti. Í því sambandi vill þjóðmálanefnd leggja til að nú þegar verði gerð úttekt á framlagi og hlutverki kirkjunnar til velferðarþjónustu í þjóðfélaginu. Velferðarmál hafa verið mjög í brennidepli undanfarin ár en lítil vitneskja á meðal almennings um allt það starf sem fram fer á því sviði á vegum kirkjunnar um land allt. Víst má telja að niðurstöður athugunar af þessu tagi muni vekja mikla athygli og verða kirkjunni mjög til framdráttar. Nefndin er reiðubúin til að bera ábyrgð á athugun þessari en rétt kann að vera að fela óháðri rannsóknarstofnun að annast framkvæmdina og kynna niðurstöður síðan vandlega innan stofnana kirkjunnar og hvarvetna sem hljómgrunn má finna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.