Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 87

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Síða 87
87 □Í uppstillingarnefnd skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né starfsmenn eða embættismenn í föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni. □Uppstillingarnefnd er ályktunarhæf ef minnst 2/3 nefndarmanna mæta á fund. Nefndinni er heimilt að nota fjarfundarbúnað í störfum sínum. □Uppstillingarnefnd færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda og ákvarðanir. □Aðsetur nefndarinnar skal vera á biskupsstofu sem sér henni fyrir aðstöðu og þjónustu. □Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr kirkjumálasjóði. 19. gr. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar. ■Kirkjuráð skipar kjörstjórn þjóðkirkjunnar. Í kjörstjórn eru þrír menn og þrír til vara. □Kirkjuþing kýs tvo kjörstjórnarmenn og tvo varamenn þeirra í þeirri röð sem þeir taka sæti aðalmanns. Kosning til kjörstjórnar fer fram á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til kirkjuþings. Biskup Íslands tilnefnir formann og varamann hans og skal hann kunngera það á sama kirkjuþingi, en áður en þingið kýs til kjörstjórnar. □Kjörtímabil kjörstjórnar og skipunartími formanns hennar er í fjögur ár frá 1. desember það ár sem þriðja reglulega kirkjuþing eftir síðasta kjör til kirkjuþings er haldið. □Kjörstjórnarmenn skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né vera í föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni. □Kjörstjórn færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda, ákvarðanir hennar svo og úrslit kosninga. □Aðsetur kjörstjórnar er á biskupsstofu. Kjörstjórn velur sér aðstoðarmenn til að annast, á ábyrgð kjörstjórnar, framkvæmd tiltekinna þátta í kosningu til kirkjuþings. □Kostnaður við störf kjörstjórnar greiðist úr kirkjumálasjóði. 20. gr. Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar. ■Kirkjuráð skipar yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar. Í yfirkjörstjórn eru þrír menn og þrír til vara. □Kirkjuþing kýs yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til kirkjuþings. Formaður skal kosinn sérstaklega og vera löglærður sem og varamaður hans. □Varamenn skulu kosnir í þeirri röð sem þeir taka sæti aðalmanns. Kjörtímabil yfir- kjörstjórnar er í fjögur ár frá 1. desember það ár sem þriðja reglulega kirkjuþing eftir síðasta kjör til kirkjuþings er haldið. □Yfirkjörstjórnarmenn skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né vera í föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni. □Yfirkjörstjórn færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda og ákvarðanir. □Aðsetur yfirkjörstjórnar skal vera á biskupsstofu sem sér nefndinni fyrir aðstöðu og þjónustu. □Kostnaður við störf yfirkjörstjórnar greiðist úr kirkjumálasjóði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.