Gerðir kirkjuþings - 01.01.2017, Page 87
87
□Í uppstillingarnefnd skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né
starfsmenn eða embættismenn í föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
□Uppstillingarnefnd er ályktunarhæf ef minnst 2/3 nefndarmanna mæta á fund. Nefndinni
er heimilt að nota fjarfundarbúnað í störfum sínum.
□Uppstillingarnefnd færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda og ákvarðanir.
□Aðsetur nefndarinnar skal vera á biskupsstofu sem sér henni fyrir aðstöðu og þjónustu.
□Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr kirkjumálasjóði.
19. gr.
Kjörstjórn þjóðkirkjunnar.
■Kirkjuráð skipar kjörstjórn þjóðkirkjunnar. Í kjörstjórn eru þrír menn og þrír til vara.
□Kirkjuþing kýs tvo kjörstjórnarmenn og tvo varamenn þeirra í þeirri röð sem þeir
taka sæti aðalmanns. Kosning til kjörstjórnar fer fram á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir
síðasta kjör til kirkjuþings. Biskup Íslands tilnefnir formann og varamann hans og skal
hann kunngera það á sama kirkjuþingi, en áður en þingið kýs til kjörstjórnar.
□Kjörtímabil kjörstjórnar og skipunartími formanns hennar er í fjögur ár frá 1. desember
það ár sem þriðja reglulega kirkjuþing eftir síðasta kjör til kirkjuþings er haldið.
□Kjörstjórnarmenn skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né vera í
föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
□Kjörstjórn færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda, ákvarðanir hennar svo
og úrslit kosninga.
□Aðsetur kjörstjórnar er á biskupsstofu. Kjörstjórn velur sér aðstoðarmenn til að annast,
á ábyrgð kjörstjórnar, framkvæmd tiltekinna þátta í kosningu til kirkjuþings.
□Kostnaður við störf kjörstjórnar greiðist úr kirkjumálasjóði.
20. gr.
Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar.
■Kirkjuráð skipar yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar. Í yfirkjörstjórn eru þrír menn og þrír til
vara.
□Kirkjuþing kýs yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta
kjör til kirkjuþings. Formaður skal kosinn sérstaklega og vera löglærður sem og varamaður
hans.
□Varamenn skulu kosnir í þeirri röð sem þeir taka sæti aðalmanns. Kjörtímabil yfir-
kjörstjórnar er í fjögur ár frá 1. desember það ár sem þriðja reglulega kirkjuþing eftir
síðasta kjör til kirkjuþings er haldið.
□Yfirkjörstjórnarmenn skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né vera í
föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
□Yfirkjörstjórn færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda og ákvarðanir.
□Aðsetur yfirkjörstjórnar skal vera á biskupsstofu sem sér nefndinni fyrir aðstöðu og
þjónustu.
□Kostnaður við störf yfirkjörstjórnar greiðist úr kirkjumálasjóði.