Saga - 2011, Blaðsíða 23
börn, miðla tungunni og sögunum á milli kynslóða, hugsa um karla
og hvetja syni sína til dáða svo eitthvað sé nefnt. Sú hugmynd
breyttist ekki mikið þótt konur sjálfar væru farnar að ókyrrast á bás
sínum þegar kom undir aldamótin 1900. Hér kemur fjallkonan til
sögunnar. Fjallkonan er kona án nafns og persónulegrar sögu, kona
sem ekki var „til“ eins og Jón Sigurðsson og Ingólfur Arnarson, en
samt einstaklega mikilvæg því hún varðveitir, hlúir að og miðlar
menningararfinum sem var undirstaða hins nýja íslenska þjóðfélags.
Á einn veg má líta svo á að hér sé mynd fjölskyldunnar, „horn-
steins þjóðfélagsins“, lifandi komin. Fjallkonan er þá „móðirin“,
Ingólfur Arnarson „faðirinn“ og Jón Sigurðsson „sonurinn“. Hafa
ber í huga að smiðirnir sem komu að því verki að endurhanna sjálfs-
mynd Íslendinga og færa upprunasögu þjóðarinnar til nútímahorfs,
fyrir og upp úr aldamótunum 1900, bjuggu í kristnu samfélagi.
kristin hugarmynstur og söguminni voru þeim því nærtæk án þess
að þeir væru endilega með hugann við þau í smíðum sínum. Mynd
frum-fjölskyldunnar, Maríu, Jósefs og Jesúbarnsins, er eitt slíkt
mynstur. Annað mynstur er hin heilaga þrenning. Í því mynstri yrði
Ingólfur Arnarson áfram „faðirinn“ og Jón Sigurðsson „sonurinn“
en fjallkonan „heilagur andi“. Það er í ágætu samræmi við að fjall-
konan er tákn, án tilvísunar til einstaklingsbundins vilja og gjörða,
og er óendanlega mikilvæg uppspretta innblásturs og upphafningar.
Svona má áfram halda, en niðurstaðan er að í ríkjandi upprunasögu
nútíma Íslendinga er Jón Sigurðsson hinn dáði „Sonur“ sem leiddi
þjóð sína til þess þjóðfélags sem reis á Íslandi á tuttugustu öld.
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, rithöfundur
Jón er annað í huga sagnfræðinga sem þekkja hann yfirborðslega en
í huga almennings sem man bara: Stytta sem spanskgrænan skríður
aldrei almennilega yfir vegna veðurs … og svo mótmælum við öll.
Svo þekkja hann sumir betur, eins og ég því að ég nuddaði mér upp
úr honum mánuðum saman þegar ég skrifaði handrit að leikinni
heimildamynd þar sem Saga film setti líkama og andlit egils Ólafs-
sonar á kappann. Mér er ánægja að fara þangað. Myndin er ókeypis
á síðu Námsgagnastofnunar. Sumir græða á námsbókum, aðrir skrifa
sælir af sér gögn og gæði.
en áður vil ég hylla hann í flötu núinu niður með Múbarak. (Plís,
höfum áhersluna rétta. Bróður-tengdadóttir mín í áratugi er pólsk
kona og ég nýbúin að draga það upp úr henni að hún heitir Renata
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 23
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage23