Saga - 2011, Blaðsíða 191
191aldarafmæli
Á sama ári og Jón ritaði þessi orð er hann að fást við rannsókn hinna ýmsu
Landnámugerða; birtist niðurstaðan haustið 1941 í ritinu Gerðir Landnáma -
bókar. Það var að vonum að Jón sneri sér að þessu „undirstöðuriti um alla
sögu okkar Íslendinga fyrstu aldirnar“8, eins og hann orðar sjálfur, þar sem
hann tók þetta „flókna og vandmeðfarna efni föstum tökum“, svo að vitnað
sé til orða dr. Þorkels Jóhannessonar.9 Í þessu verki greiðir Jón úr margri
flækju með ýtarlegum samanburði á gerðum hinna sex rita landnámsins.
Hann skýrir sögu þessara rita, tengslin þeirra á milli og heimildagildi. Ég
veit ekki betur en elja sú og glöggskyggni sem verk Jóns Jóhannessonar er
vitnisburður um sé almennt viðurkennd af sagnfræðingum, þótt um ein stök
atriði kunni að vera skiptar skoðanir. Nokkur ágreiningur reis milli þeirra
Jóns og einars Arnórssonar, afa míns, um það hvort Ari fróði hefði sett sam-
an rit um landnám. Jón taldi sterk rök liggja til þess að rit, nú glatað, sem
hann kallar „Frum-Landnámu“ hafi verið samið af Ara og allar varð veittar
Landnámugerðir séu þaðan runnar. einar, sem gaf út bók um Ara fróða árið
eftir að rit Jóns kom út, telur hins vegar „gögn bresta“ til að fullyrða slíkt.10
Um þetta efni hafa ýmsir fræðimenn alls ekki verið á eitt sáttir. ekki skal lagt
í frekari umfjöllun um þetta umfangsmikla rit Jóns, aðeins hnykkt á að það
er að sínu leyti „undirstöðurit“ í sagnfræðirannsóknum Íslendinga. Fyrir
það hlaut Jón doktorsnafnbót við Háskólann 7. marz 1942. Hann var þá 32
ára og kominn í fremstu röð íslenzkra sagn fræðinga.
veturinn 1942–43 kenndi Jón Jóhannesson sögu í sínum gamla skóla,
Menntaskólanum á Akureyri. en haustið 1943 lét Árni Pálsson af prófessors-
embætti við Háskólann fyrir aldurs sakir — var þó ekki eldri en hálfsjötugur.
Get ég mér til að hann hafi séð kjörið tækifæri til að rýma kennarastólinn í
sögu fyrir eftirlætisnemanda sínum, „Jóni lærða“, nýbökuðum doktor í
sögufræðunum. Þannig var Jón settur prófessor í sögu Íslands vetur inn
1943–44. Helzti keppinautur um embættið hlaut þó að vera dr. Þorkell
Jóhannesson, mag.art., þáverandi landsbókavörður, sem beðið hafði lægri
hlut fyrir Árna Pálssyni rúmum áratug fyrr, enda hlaut hann skipun í það
haustið 1944. Hins vegar réðust mál svo að annað kennaraembætti var stofnað
í sögu, og var Jón Jóhannesson skipaður dósent og hélt því áfram kennslu
sinni í Háskólanum, góðu heilli. Nýir og breyttir tímar voru gengnir í garð á
þessum vettvangi er þeir Þorkell og Jón, með próf í sögu frá Háskóla Íslands
og báðir með doktorspróf í sagnfræði, þóttu sjálfsagðir til háskólakennslu.
Samhliða kennslu var Jón Jóhannesson atkvæðamikill höfundur sagn -
fræðiritgerða af ýmsu tagi og umsjónarmaður bóka. Hér skal nefna útgáfu
8 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag 1941), bls. 7.
9 Þorkell Jóhannesson, „Látinn háskólakennari“, Árbók Háskóla Íslands háskólaárið
1956–1957 (1959), bls. 91.
10 einar Arnórsson, Ari fróði (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1942), bls.
43.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage191