Saga - 2011, Blaðsíða 211
Gunnar karlsson, LÍFSBJÖRG ÍSLeNDINGA FRÁ 10. ÖLD TIL 16.
ALDAR (Handbók í íslenskri miðaldasögu III). Háskólaútgáfan.
Reykja vík 2009. 397 bls. Myndir, kort, töflur, nafna- og atriðisorðaskrá.
Gunnar karlsson hefur tekist á hendur mikilvægt og frábært verkefni sem
ætti að vera öðrum til eftirbreytni: að skrifa upp í löngu og ítarlegu máli
afstöðu sína til sögunnar, í þessu tilfelli sögu íslenskra miðalda. Þetta er frá-
bært af því að það gerist ekki oft að fræðimenn reyni að skrifa rit þar sem er
tekið á öllum hliðum sögunnar eins og hún lítur út fyrir þeim. Þetta er
mikil vægt ekki aðeins af því að með þessu er búin til heimild um sögu -
skoðun ritunartímans, heldur kallar slíkt stöðumat á frekari rannsóknir og
endurnýjun söguskoðunarinnar.
Okkur sem fáumst við íslenskar miðaldir er gerður verðmætur greiði
með Handbók í íslenskri miðaldasögu. Í henni er leitast við að gera grein
fyrir flestu því sem fólk hefur velt fyrir sér um þetta tímabil og tekin rök-
studd og skynsamleg afstaða sem túlka má sem ríkjandi skoðun. Aðeins á
einstaka stað ber sérviska Gunnars það sem kalla mætti ríkjandi skoðun
ofurliði, en það heyrir til undantekninga og er auðvelt að átta sig á. Það
skiptir máli í þessu samhengi að Gunnar er enginn byltingarmaður, og þó
hann sé hrifnastur af eigin kenningum um tiltekin atriði, eins og mannlegt
er, þá hefur hann ekki haft svo margar kenningar um þetta tímabil að það
þvælist verulega fyrir. Afraksturinn er því eins tær birtingarmynd af ríkj-
andi söguskoðun og hægt er að ætlast til að fá í einu ritverki. Þetta er hrein-
lega guðsgjöf því öll framsækin vísindi leitast við að bæta við það sem er,
endurskoða það, henda því og búa til nýtt. Til þess að það gangi auðveld-
lega fyrir sig verður að vera til skýr og aðgengileg lýsing á því sem er. Og
hér fáum við hana upp í hendurnar og getum tekið hvert atriði fyrir sig, séð
rökin fyrir því, vegið þau og metið og tekið eigin afstöðu. Með öðrum
orðum ómetanleg þjónusta, ekki síst fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu
skref og geta hér gengið að hlaðborði vel skilgreindra álitamála. Í svona rit-
verki felst líka áskorun. Það segir: „Svona er þetta, hvað ætlarðu að gera í
því?“ Það auglýsir veilurnar í ríkjandi söguskoðun og krefst þess að tekist
sé á við þær. Ég get nefnt sem dæmi að ég var alveg búinn að gleyma því að
nokkur fræðimaður tryði að Íslendingar hefðu átt eigin hafskipakost fram á
12. öld, en nú les ég það hjá Gunnari og átta mig á því að þótt rökin fyrir
RITDÓMAR
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage211