Saga - 2011, Blaðsíða 230
safnritið Fyrstu sögur sem Þorsteinn og María Anna stóðu að og kom út árið
2007; það hafði að geyma fimm áður óútgefna texta frá átjándu og nítjándu
öld, tvær ferðasögur, tvær skáldsögur og ritgerð um bókmenntir kvenna. Það
var einmitt í síðastnefnda ritinu sem Sagan af Árna yngra ljúflingi eftir Jón
espólín sýslumann og sagnaritara kom fyrst út á prenti, rúmum 170 árum eftir
að hún var skrifuð. Sú meinvilla fylgir þeirri útgáfu að hún er gerð eftir afskrift
frá níunda áratug nítjándu aldar í þeirri vissu að frumritið væri glatað. Svo er
hins vegar ekki og því á síðari útgáfan, sem byggð er á eiginhandarriti, sér
nokkurn tilverurétt í kjölfar hinnar fyrri þótt óneitanlega sé nokkuð sérstakt að
fá tvær útgáfur af sömu sögunni með svo stuttu millibili. Það er þó ekkert
nýmæli að telja sögu Jóns espólín til nútímaskáldsagna eða í það minnsta
áfanga í mótun hennar. Bæði Þorsteinn Antonsson og einar Gunnar Pétursson
vísa til dæmis í skrifum sínum til bókar Steingríms J. Þorsteinssonar um Jón
Thoroddsen og skáldsögur hans frá 1943 þar sem Þorsteinn gerir grein fyrir
stöðu rits Jóns espólín í bókmenntasögu nítjándu aldar.
Útgáfa einars Gunnars Péturssonar, handritafræðings og rannsóknar -
prófessors við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, á Sögunni
af Árna yngra ljúflingi er semsagt unnin eftir eiginhandarriti Jóns espólín sem
talið er vera frá miðjum fjórða áratug nítjándu aldar. Jón espólín (1769–1836)
er meðal þekktustu og afkastamestu lausamálshöfunda sinnar tíðar, þekkt-
astur fyrir annálaskrif sín, svonefndar Árbækur Espólíns eða Íslands Árbækur
í sögu-formi af Jóni Espolin sem komu út í tólf bindum eða flokkum á vegum
Hins íslenska bókmenntafélags á árunum 1821–1855. Ýmislegt annað ligg-
ur eftir hann prentað, bæði fyrr og síðar, þar á meðal þýðing hans á Kénnslu-
Bók í Sagna-Frædinni fyrir Vidvanínga eftir Johann Georg August Galetti sem
gefin var út á Leirárgörðum árið 1804, Langbarða sögur, Gota og Húna eptir Jón
sýslumann Espólín prentuð á Akureyri 1859, sjálfsævisaga hans sem kom út
árið 1895 og Saga frá Skagfirðingum 1685–1847 eftir Jón espólín og einar
Bjarnason sem kom fyrst út í fjórum bindum á árunum 1976–1979.
Sagan af Árna yngra ljúflingi, eins og hún birtist í þessari útgáfu, er tæpar
120 blaðsíður á lengd. Örlítið virðist vanta framan á hana, bæði í eigin-
handarriti og afskrift, en óvissara er með endinn, sem einnig er snubbóttur
og allsendis óljóst hvort höfundur hafi ritað meira en birtist þar eða ætlað
sér slíkt. Sagan skiptist í 41 stuttan kafla sem hver um sig myndar næsta
sjálfstæða senu. Söguhetjan Árni ferðast frá bæ til bæjar og úr sveit í sveit á
hringferð um landið og skráir hjá sér samtöl sem hann verður vitni að, og
bera þau uppi verkið. Þessi samtöl eru jafnan innihaldsrík og taka gjarnan
form e.k. kappræðu. Tekið er til þess á bókarkápu og í formála að Árna saga
sé mikilvæg heimild um þjóðtrú ýmiskonar á fyrri hluta nítjándu aldar, fyrir
daga hinnar rómantísku upphafningar á slíkum fræðum. Þetta má til sanns
vegar færa en segir þó ekki nema litla sögu um efnistök Jóns í þessari sér-
stöku svipmyndasýningu úr hugarheimi hans tíðar. Í fyrstu senu takast ung-
ur flakkari og hreppstjóri snarplega á um agamál og samskipti húsbænda
ritdómar230
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage230