Saga - 2011, Blaðsíða 55
viljað sjá reksturinn ganga betur. Aðrir bentu á kostina sem fylgdu
starfseminni, sérstaklega fyrir nágrannasveitir Reykjavíkur.3
Magnús Steph en sen skrifaði árið 1803 að „sundurþyckja og pró-
cessar“ hefðu hindrað framgang ýmissa breytinga.4 Öld síðar lagði
Jón J. Aðils sagnfræðingur mesta áherslu á að það hefði skort vakn-
ingu meðal Íslendinga til að sinna framfaramálum sínum auk þess
sem and staða einokunarkaupmanna hefði verið Innréttingunum
fjötur um fót.5 Á síðari hluta 20. aldar rýndu sagnfræðingar mest í
rekstrarlega þætti. Þar hefur verið leitt að því líkum að framleiðsla
vef smiðja Innréttinganna hafi verið of stórtæk fyrir markaðs að -
stæður þess tíma, starfsemi þeirra verið í andstöðu við ríkjandi sam-
félagskerfi, deilur við kaupmenn sett strik í reikninginn, fjár kláði
leikið stofninn illa, óeining verið meðal landsmanna, handverks -
þekking ekki verið næg og fyrirtækið fámennt á mælikvarða hag-
kerfis landsins og því lítils að vænta. Mest hefur verið litið til þess
að vefsmiðjuframleiðsla hafi ekki haldið áfram á 19. öldinni. Annar
árangur, eins og aukin verkþekking í ullariðnaði og þróun
Reykjavíkur sem þéttbýlisstaðar, hefur þó verið talinn til marks um
jákvæðar hliðar þessa framtaks. Í sagnfræðiritum hefur þó lítið farið
fyrir mati á gildi þess árangurs fyrir 18. aldar samfélagið.6
samfélag átjándu aldar 55
3 Sjá m.a. umræðu í Hrefna Róbertsdóttir, Landsins forbetran, bls. 200–212, sem
byggist á sjónarmiðum sem send voru til Landsnefndarinnar fyrri á árunum
1770–1771. Mikill fjöldi (karl)manna sendi greinargerðir eða skrifaði undir bréf
til Landsnefndarinnar (um 1,2 % landsmanna) og voru það jafnt embættismenn,
kirkjunnar menn, bændur og kotkarlar. Starfsmenn Innréttinganna voru þarna
á meðal. Skjalasafn Landsnefndarinnar geymir einstakar heimildir um viðhorf
til margvíslegra samfélagsmála um 1770. Sjá einnig Harald Gustafsson, Mellan
kung och allmoge. Ämbetsmän, beslutsprocess och inflytande på 1700-talets Island.
Stockholm Studies in History 33 (Stockholm: Almqvist & Wiksell International
1985), bls. 115–122.
4 Magnús Stephensen, Eptirmæli Átjándu Aldar eptir Krists hingadburð, frá Ey-kon-
unni Íslandi (Leirárgarðar: Forlag Íslands opinberu vísinda-Stiptunar 1806), bls.
539.
5 Jón Jónsson [Aðils], Skúli Magnússon landfógeti 1711–1911 (Reykjavík: Sigurður
kristjánsson 1911), bls. 324–325.
6 Sjá yfirlit yfir söguritun um starfsemi og endalok Innréttinganna í Hrefna
Róbertsdóttir, Landsins forbetran, bls. 45–55. Meðal þeirra sem vikið hafa að
endalokum Innréttinganna, auk undirritaðrar, í skrifum sínum eru Magnús
Stephensen (1806), Jón J. Aðils (1911), klemens Jónsson (1929), Þorkell Jóhannes -
son (1952), Lýður Björnsson (1974, 1990, 1998, 2006), Gísli Gunnarsson (1983,
1987), Harald Gustafsson (1985), Gísli Ágúst Gunnlaugsson (1985), Björn
Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson (1991), Gunnar karlsson (2000), Þorleifur
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage55