Saga - 2011, Blaðsíða 209
structures) og sumir þóttust geta notað sögurnar sem vitnisburði um þær
og um virkni eða hlutverk stofnana (e. functionalism). Jóni hefði sennilega
þótt skrýtin sú fullyrðing, sem margir hinna sömu aðhyllast, að Íslend-
ingasögur geti verið betri heimildir en lögin í Grágás um ýmsa fastmótaða
samfélagshætti. Núna víkja ófáir höfundar um þjóðveldið að því í skrifum
sínum að landið var án sameiginlegs miðstjórnarvalds og því hafi lands-
menn þurft að tryggja stöðu sína með venslum og mægðum, fóstri, fóst -
bræðralagi og formlegum vináttusamböndum, og þeir setja slíkt efni á odd-
inn og jafnframt að leitað hafi verið fastmótaðra leiða til að koma á friði og
jafnvægi. Í þessu gætir áhrifa félagssögu og mannfræði, svo að dæmi sé
tekið. Jón dvaldist ekki mikið við félagsleg tengsl og félagslegar formgerðir
af þessu tagi, frekar en tíðkaðist almennt um sagnfræðinga á hans tíð.
Þannig gætir lítt áhrifa frá mannfræði og hugarfarssögu í verkum Jóns
enda féll hann frá um aldarfjórðungi áður en þessar áherslur komust veru-
lega á dagskrá hérlendis.
Ritstjóri Sögu
Jón birti greinina „Sögufélagið 50 ára“ í hefti af Sögu sem hefur ártalið 1951.
Þar ritar hann að stjórn Sögufélags hafi „lengi verið ljóst, að nauðsyn bæri
til að hefja útgáfu algerlega sagnfræðilegs tímarits …“ og segir enn fremur að
útgáfa Sögu hafi verið ráðin í apríl 1950.15 Jón sat þá í stjórn Sögufélags, var
þar frá 1945 til dauðadags, og hefur vafalaust beitt sér fyrir útgáfu Sögu og
haft glöggar hugmyndir um hvernig efnistök skyldu vera, eins og sýnir fyrr-
nefnd gagnrýni hans á skort heimildarýni í fyrsta heftinu. Jón átti því vafa-
laust drjúgan þátt í að koma íslenskri sagnfræði af Blöndustiginu yfir á
Sögustigið. Hann tók við sem ritstjóri Sögu 1955 og stýrði til 1957, en þessa
getur hvergi í ritinu. Með ritstjórn Jóns urðu greinar í Sögu styttri og fleiri í
hverju hefti og höfundar þar með fleiri. Jón ól með sér þá von að tímaritið
gæti sinnt betur almennri sögu landsins, svo sem „menningarsögu, verzl-
unarsögu, atvinnu- og hagsögu“.16 Með menningarsögu átti Jón líklega við
sögu verkmenningar enda nefnist kafli í Íslendinga sögu hans „Hagsaga og
verkleg menning“ og þar undir eru verslunarsaga og atvinnu- og hagsaga.
Auk strangari heimildarýni hefur Jón þannig viljað setja hagsögu á oddinn
og var ekki vanþörf á því. Ég tel að Jón hafi verið næmur á mikilvæg hag -
söguleg efni; hann birti t.d. í Sögu í ritstjóratíð sinni tvær ritgerðir eftir Jón
Jakobsson sýslumann um kúabúskap, mjög merkar.
aldarafmæli 209
15 Jón Jóhannesson, „Sögufélagið 50 ára“, Saga I: 2 (1951), bls. 229–30.
16 Sama heimild, bls. 236.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage209