Saga - 2011, Blaðsíða 122
Skrifum Guðmundar var svarað í fjölda blaða.72 Svarbréf þessi
veita ágætis innsýn í viðhorf Íslendinga, karla og kvenna, til siðferðis-
mála, en í öllum fyrrnefndum svargreinum er bent á þann tvískinn-
ung Guðmundar að gagnrýna lauslæti stúlkna en hlífa karlpeningn-
um. Af þessum bréfum má ljóst vera að tvöfalt siðgæði var litið
gagnrýnum augum. Þannig skrifar N.N. að ef Ísland eigi að dafna
þurfi „sveinar vorir ekki síður að vera hreinlífir en meyjarnar skírlíf-
ar.“73 enginn kom hins vegar hinum ósiðvöndu ungu stúlkum bein-
línis til varnar, nema ef telja má ritstjórnarpistil í Freyju þar sem segir
að eitthvað „Salómoniskt [sé] við þessar ákærur“ og í þeim komi fram
„svartsýni og lífsleiði nautnamannsins, sem tæmt hefir bikar gleðinn-
ar.“74 Freyja var þó sér á báti. Blaðið var gefið út í kanada af Margréti
J. Benedictsson og manni hennar Sigfúsi, og voru þau undir áhrifum
frá róttækum hugmyndum um frjálsar ástir og anarkisma.75 Frjálsar
ástir voru töluvert meira til umræðu meðal Íslendinga í vesturheimi
en á Íslandi, m.a. á síðum Freyju, og líklegt má telja að kvenréttinda-
konur á Íslandi hafi haft kynni af umræðunni þar.76
vilhelm vilhelmsson122
kvenþjóðarinnar, sem lætur reka á reiðanum … Sá hluti þjóðarinnar … sem
hefir staðfestu-innræti, heldur sig meira að föstum bústöðum.“ Guðmundur
Friðjónsson, „Áhyggjuefni“, Ísafold 22. maí 1907, bls. 129.
72 Sjá t.d. „Tveir Guðmundar“, Reykjavík 16. mars 1907; „Ritstjórnarpistlar“, Freyja
9. árg. 10. tbl. (1907), bls. 262–264; „Hann Guðm. Friðjónsson í dómarasætinu“,
Kvennablaðið 13. árg. 2. tbl. (1907), bls. 9–10; [kona], „Svar til Guðm. Friðjóns -
sonar“, Norðri 12. apríl 1907; D., „Íslenskar konur óvirtar“, Þjóðviljinn 28. febrú-
ar 1907 og N.N., „Opið bréf til herra Guðmundar Friðjónssonar frá N.N.“,
Reykjavík 23. febrúar 1907.
73 N.N., „Opið bréf“, Reykjavík 23. febrúar 1907, bls. 42.
74 „Ritstjórnarpistlar“, Freyja 9. árg. 10. tbl. (1907), bls. 263. Þó birtist stutt klausa
í Norðra þar sem þeim Hallgerði, Unu Atla-dóttur og kvennmanni er tilkynnt
að erindi þeirra um áhyggjuefni Guðmundar verði ekki birt nema þær gefi rit-
stjóra upp sín raunverulegu nöfn. ekki hefur það verið gert því engar greinar
birtust síðar undir þessum nöfnum né er á neinn hátt vísað til þessarar klausu
aftur. Það má því velta fyrir sér hvað komið hafi fram í þeim erindum sem
kallað hafi á þá kröfu ritstjórans að fá að vita raunveruleg nöfn kvennanna. Sjá
Norðri 26. apríl 1907, bls. 66.
75 Ryan eyford, „Lucifer comes to New Iceland. Margrét and Sigfús Benedict -
son’s Radical Critique of Marriage and the Family“. erindi á 86. árlegu
ráðstefnu Canadian Historical Association í Saskatoon, 28.–30. maí 2007, bls. 3.
76 Sjá t.d. Heimskringla, 6. júní 1901, bls. 2–3; „Óvelkomin börn“, Freyja 2. árg. 8.
tbl. (1899), bls. 4, og „Ritstjórnarpistlar“, Freyja 8. árg. 1. tbl. (1905), bls. 6–8;
17–18. Freyja var lesin af kvenréttindakonum á Íslandi og stöku sinnum vísað til
blaðsins. Sbr. „Freyja“, Framsókn 4. árg 8. tbl. (1898), bls. 31–32.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage122