Saga - 2011, Blaðsíða 195
195aldarafmæli
Iv
Það urðu tímamót haustið 1956, þegar Jón Jóhannesson sendi frá sér fyrra
bindi Íslendingasögu sinnar, sem tók yfir tímabilið frá upphafi byggðar til
loka þjóðveldis, á fimmta hundrað bls., og skyldi „einkum ætluð til stuðn -
ings við nám í Íslendinga sögu við Háskóla Íslands,“ eins og höfundur tók
fram í formála.16 Nemendum Jóns bar saman um að þá er þeir fengu sögu-
bók hans í hendur hafi orðið umtalsverð breyting á kennsluháttum; upp-
skriftir lögðust af, hann varð miklu frjálsari í yfirferð efnisins og naut sín
betur við kennsluna. Því miður stóð sá tími ekki lengur en þennan eina vetur,
1956–57.
Síðustu verkefni hans, auk kennslunnar, voru undirbúningur að útgáfu
annars bindis Íslendingasögu, tímabilið frá lokum þjóðveldis til siðaskipta;
ritstjórn Sögu, tímarits Sögufélags, hafði hann einnig með höndum síðustu
árin, og eftir áramótin 1957 kom hann fram sem andmælandi við doktors -
athöfn í Háskólanum, er kristján eldjárn varði rit sitt „Kuml og haugfé úr
heiðnum sið á Íslandi“. Hann var því önnum kafinn við verkefni á sagn -
fræðilegum vettvangi sem gáfu rík fyrirheit. en enginn má sköpum renna,
eins og þar stendur.
Skömmu eftir lok kennslu þá um vorið, eða 4. maí, andaðist Jón Jó -
hannes son, aðeins tæplega 48 ára að aldri, harmdauði öllum sem hann
þekktu. Ég hef greint frá því á öðrum stað að það hafi verið þung spor fyrir
okkur sögunema, er við bárum þennan góða kennara okkar til grafar á vor-
degi 1957. en þyngstur harmur var kveðinn að ekkju hans, Guðrúnu Pálínu
Helgadóttur, síðar skólastýru kvennaskólans, ungum syni þeirra, Helga,
fóstursyni Jóns, Ólafi, og ófæddum syni, Jóni Jóhannesi.
Það er huggun harmi gegn, þegar góður maður er genginn, að minnast
spaklegra orða úr fornum kveðskap:
„Deyr fé, deyja frændur,/ deyr sjálfur ið sama./
en orðstír deyr aldregi,/hveims sér góðan getur.“
Þessi orð eiga við þegar minnzt er Jóns Jóhannessonar, prófessors, á aldar-
afmæli hans.
16 Jón Jóhannesson: Íslendingasaga I. Þjóðveldisöld (Reykjavík: Almenna bóka-
félagið 1956), bls. 5.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage195