Saga - 2011, Blaðsíða 106
aldamótunum 1900 og breytingar á merkingu orða. Orðið samfarir
hefur til að mynda allt aðra merkingu nú en þegar Páll eggert Óla-
son skrifaði árið 1929 um samfarir Jóns Sigurðssonar og konu hans
og taldi þær hinar ágætustu, en hann á þar við að þeim hafi almennt
komið vel saman.3 Og hvað á Laufey valdimarsdóttir eiginlega við
þegar hún segir í bréfi til móður sinnar að hún gæti hæglega lifað án
hinnar „hreinu erótíkur“?4 Það þarf m.ö.o. að greina orðræðuna,
lesa í kóðann — sé hann fyrir hendi. Að öðrum kosti er hætta á að
lesandinn ljái orðunum merkingu út frá eigin skilningi á tungumál-
inu, sem hugsanlega er allt annar en sá sem höfundur textans bjó
við.5 Auðvitað er um að ræða vanda sem hver sá sem fæst við að
greina sögulegar heimildir stendur frammi fyrir, en þó má gera ráð
fyrir að jafnviðkvæmt viðfangsefni og kynlíf sé athugunarefni í
þessu sambandi. konur voru í sérstaklega erfiðri stöðu þar sem
samfélagsleg viðmið um kvenleika þýddu að konur áttu hvorki að
hafa þekkingu á slíkum málum né áhuga á að tjá sig um þau opin-
berlega og heiður þeirra því að veði.6 Þá eru heimildir af skornum
skammti þegar ætlunin er að athuga hvort frjálsar ástir og kyn-
ferðismál hafi verið rædd á opinberum vettvangi meðal kvenfrelsis-
sinna á Íslandi upp úr aldamótunum 1900.
Umræður um kynverund kvenna, getnaðarvarnir, ást og hjóna-
bönd áttu sér stað hér á landi upp úr 1920, eða nokkrum áratugum
síðar en víða á vesturlöndum. Á árunum 1920–1930 voru þýdd og
gefin út ein níu alþýðleg heilsufræðirit þar sem rætt var um kyn-
vilhelm vilhelmsson106
3 Tilvísunin er fengin úr: Páll Björnsson, „Að búa til karlmenn. kynjaímyndir Jóns
forseta“, 2. íslenska söguþingið. 30. maí — 1. júní 2002. Ráðstefnurit I. Ritstj. erla
Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræð -
inga félag Íslands og Sögufélag 2002), bls. 49.
4 Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið. Bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (Reykjavík: Svart
á hvítu 1988), bls. 229.
5 Sebastian Olden-Jørgensen, Til kilderne! Introduktion til historisk kildekritik
(kaupmannahöfn: Gads Forlag 2001), bls. 80.
6 Gro Hagemann, „Bohemer, kvinnesakskvinner og hanskemoral fra en strid om
normene for offentlig debatt“, Høydeskrekk. Kvinner og offentlighet. Ritstj. Gro
Hagemann og Anne krogstad (Osló: Ad Notam Gyldendal 1994), bls. 64. —
Anna Clark, „Female sexuality“, The Routledge History of Women in Europe Since
1700. Ritstj. Deborah Simonton (London: Routledge 2006), bls. 54 — Joanne e.
Passet, Sex Radicals, bls. 4–5. Um slík viðhorf á Íslandi, sjá kristín Ástgeirsdóttir,
„„Fyrst og fremst einkamál kvenna“ Fræðsla um takmarkanir barneigna á
Íslandi 1880–1960“, Íslenskar kvennarannsóknir 29. ágúst — 1. sept. 1985 (Reykja -
vík: án útg. 1985), bls. 54–55.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage106