Saga - 2011, Blaðsíða 39
gengur. Honum er einnig beitt sem vopni í orðræðu líðandi stund-
ar, hvort heldur er í stjórnmálum eða menningu. Bankastofnanir og
stórfyrirtæki gerast fyrirferðarmikil undir lok aldarinnar og tefla
Jóni fram til að sannfæra okkur um ágæti verðbréfakaupa, banka -
viðskipta og verslunarvara. Svarið við spurningunni um það hver
Jón Sigurðsson er má því orða á þann veg að hann sé eins konar
hugmynd eða tákn sem tekur breytingum. Hugmynd sem hentar
við mörg og ólík tækifæri.
Margrét Gunnarsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla
Íslands
Í hugum fólks nú á tímum er ímynd Jóns Sigurðssonar hinn stað -
fasti stjórnmálamaður sem hvikar ekki frá eigin sannfæringu þótt á
móti blási. en hvern mann hafði Jón Sigurðsson að geyma? Í eftir-
farandi hugleiðingum verður gerð tilraun til þess að draga upp
dálitla mynd af manneskjunni Jóni. Hvernig var hann hversdags?
Hvernig kom hann fram við fólk? Hvernig sá hann sjálfan sig?
Lýsingar barna sem höfðu kynni af Jóni benda til þess að hann
hafi verið hjartahlýr og þægilegur í viðmóti. Íslensk fósturbörn og
ungmenni sem dvöldu á heimili hans og Ingibjargar einarsdóttur
eiginkonu hans í Höfn um lengri eða skemmri tíma, m.a. vegna
náms eða veikinda sem þurfti að meðhöndla, sýna það svo ekki
verður um villst. Meðal góðra vina Jóns af yngri kynslóðinni má
nefna Maríu dóttur Bjarna Jónssonar rektors og kristínu dóttur Jóns
Guðmundssonar ritstjóra. Í bréfum frá þessum tveimur stúlkum má
vel greina mikla væntumþykju. kristín, sem síðar giftist til Hafnar,
hughreysti foreldra sína, þegar hún flutti alfarin frá Íslandi með
eigin manni sínum árið 1870, með því að minna þau á að þar í borg
ætti hún annan föður og aðra móður, þau Jón og Ingibjörgu.1
einnig sýna endurminningar Ingibjargar Jensdóttur, sem dvaldi
á heimili Jóns og Ingibjargar er hún var á unglingsaldri, að Jón hef-
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 39
1 einar Laxness, „Jón Guðmundsson ritstjóri og krabbefjölskyldan“, Saga og
minni. Safn ritgerða gefið út í tilefni sjötugsafmælis höfundar 9. ágúst 2001
(Reykjavík: Sögufélag 2001), bls. 156. varðveist hefur bréf frá kristínu til Jóns
sem hún skrifaði þegar hún var ellefu ára, svo að þau hafa verið miklir mátar
alla tíð. einar birtir bréfið stafrétt í greininni á bls. 151. — Margrét Gunnars -
dóttir, „Ég bið að heilsa konu þinni …“ Ævi Ingibjargar einarsdóttur (1804–
1879). MA-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands, 2011, bls. 62–75.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage39