Saga - 2011, Blaðsíða 152
a.m.k. tveir afritarar hafa lagað eftir eigin höfði kröfuna um „að
íslenskir sé lögmenn og sýslumenn“ þannig að annar bætti við „og
hirðstjórar“, hinn „og allir valdsmenn á landinu“. Þarna eru þó brot
af textunum sannanlega tilbúningur, og vildi maður gjarna vita hve-
nær hann verður til, við hvaða aðstæður og í hvaða tilgangi. við
slíkum spurningum gæti nógu nákvæm rannsókn hugsanlega veitt
nokkur svör. einkum vantar þó svör við þeirri stóru spurningu sem
karlarnir leiða skipulega hjá sér. Þar sem varðveittu textana greinir
ekki á ganga þeir út frá því að frumtextinn sé sprelllifandi kominn.
en hér þarf að snúa sönnunarbyrðinni við, spyrja í fullri alvöru hvar
tilbúningur á borð við fyrrnefnda hirðstjóra eða valdsmenn kunni
að hittast fyrir í öllum varðveittu textunum. Hér skiptir það sannar-
lega máli, sem Patricía bendir svo rækilega á, hvað varðveittar upp-
skriftir eru miklu yngri en hin meintu frumrit. Þá er hætt við (nema
nákvæmur samanburður leiði í ljós rök fyrir öðru) að erkirit varð -
veittu textanna (svo nefnist síðasti sameiginlegi milliliður milli
frumrits og varðveittra eintaka af hverjum texta) séu litlu eldri en
þeir sjálfir. ef langur tími, og kannski margir milliliðir,56 skilja að
frumrit og erkirit verður að gera ráð fyrir hugsanlegum breytingum
á orðalagi og jafnvel efnisatriðum sem afritarar hafi að einhverju
marki leyft sér að hagræða. Hvert einstakt gagnrýnisatriði, sem
Patricía færir gegn viðtekinni tímasetningu frumtextanna, vekur
ekki aðeins þá spurningu hvort erkiritið hafi e.t.v. verið tilbúningur
í heild (aldrei átt neitt raunverulegt frumrit), heldur hina líka: hvort
viðkomandi atriði sé tilbúningur sem kviknað hafi á leið frá frum-
riti til erkirits. eins um tengslin við aðra texta. Mjög ung handrit
skilmálaskrárinnar frá 1319 opna ekki aðeins þann möguleika að
hún sé í heild enn einn tilbúningurinn heldur líka (og kannski frem-
ur) þann möguleika að hún hafi, á langri leið frá frumriti til eftirrits,
orðið fyrir áhrifum frá orðalagi sem ekki var upprunalegt í textum
frá 1262 og 1302. Sama má segja um allar þær ábendingar Patricíu
um aðstæður á fyrri hluta 15. aldar sem hún telur styðja þá ályktun
að þá hafi menn búið til skilmálaskrána frá 1302; þær gætu líka
skýrt breytingar á textanum ef hann var ekki hreinn tilbúningur.
helgi skúli kjartansson152
56 Nákvæmur samanburður varðveittra texta getur veitt vísbendingu um milliliði
milli þeirra og erkiritsins, sömuleiðis um stafsetningu erkiritsins og þar með
— í grófum dráttum — aldur þess. Milliliðum milli frumrits og erkirits er sjald-
an hægt að átta sig á með neinum skýrum rökum.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage152