Saga - 2011, Blaðsíða 150
aðalflokkinn48 né taka mark á því sem aðrir hafa sagt um það efni.49
Síðan leiðir hún algerlega hjá sér skilmálaskrá frá 1319 þar sem bæði
virðist vísað til skilmálanna frá 1302 og 1262, sömuleiðis Árnes-
ingaskrá svonefnda eða Skálholtssamþykkt frá seinni hluta aldar-
innar sem ítrekar að hluta til sömu kröfur og skilmálarnir 1302.50
Ný kenning um aldur tveggja af þessum tengdu textum hlýtur
að teljast ófullburða meðan ekki fylgir sögunni hvað eigi að gera við
hina þrjá. einhvern veginn þarf að vera hægt að hafna rökum fyrri
fræðimanna, annaðhvort um aldur þessara seinni texta eða um
tengsl þeirra við hina tvo, þ.e. Gamla sáttmála sjálfan.
Nú mun Patricía aðhyllast svonefnda „nýja textafræði“, en í
henni felst51 að líta skuli á raunverulega varðveitta texta, merkingu
þeirra, tilurð og tilgang, áður en reynt sé að gera sér hugmyndir um
glataða tengiliði þeirra eða (meira og minna ímyndaðar) frumgerðir.
Þannig geta komið í ljós nýjar hliðar á rannsóknarefnum og leiðir
framhjá vissum ógöngum klassískra handritarannsókna. Stundum
getur verið álitamál hvort hugmyndin um frumtexta á nokkurt
erindi inn í rannsóknina.52 enda getur sjálft frumtexta-hugtakið
helgi skúli kjartansson150
48 Hún kveðst í kaflainngangi (bls. 39) munu spyrja „hvort ólíkir textahópar hafi
orðið til hver í sínu lagi á ólíkum tíma eða hvort hér sé á ferðinni einn texti“.
en kaflinn, sem mest er eltingaleikur við úrelta tímasetningu Jóns Sigurðs -
sonar, veitir ekkert svar við spurningunni.
49 Um það, segir hún (bls. 45), „hefur sú niðurstaða að textarnir tólf séu frá árinu
1302 villt fræðimönnum sýn“. en þeirri niðurstöðu hafði enginn komist að þó
að sumir teldu seinni textana þrjá frá því ári og aðrir fyrri textana níu. Rök fyrir
að tímasetja þessa seinni þrjá texta 1306 ætti Patricía að þekkja frá Birni M. Ólsen.
Hér er, eins og víðar, bagalegt að hún þekkir ekki rannsókn Jóns Jóhannessonar
(„Réttindabarátta Íslendinga“) sem m.a. þykist (bls. 274) sjá í þessum texta vott
um mislestur á skilmálaskránni frá 1302, og eru það þá rök fyrir aldursröðinni.
50 Þessa yfirsjón nefna þeir báðir í söguþingsritinu, Helgi Þorláksson (bls. 394) og
Már Jónsson (bls. 402 nm.). Már nefnir þó ekki að samþykktin 1319 vísar beinlín-
is í sáttmálann frá 1262: „að vér þykjumst lausir eftir því fornasta bréfi sem vort
foreldri sór Hákoni konungi gamla“ ef konungur verður ekki við kröfunum, og
virðist þar spegla hinn fræga fyrirvara Gamla sáttmála: „en lausir ef rýfst“. Már
bendir hins vegar á að þessi samþykkt er aðeins til í enn yngri handritum en þeim
sem eiga að geyma skilmálana frá 1262, enda virðist kenning Patricíu því aðeins
fá staðist að þessi samþykkt sé enn einn tilbúningurinn, yngri en hinir.
51 Í mjög grófum dráttum; sjá nánar hjá Sverri Tómassyni, „er nýja textafræðin
ný? Þankar um gamla fræðigrein“, Gripla 13 (2002), bls. 199–216.
52 Patricía gerir (í Icelanders and the Kings, bls. 197–203) tilraun í þeim anda þegar
hún ber saman hugmyndina um Harald hárfagra, ekki í eglu og Heimskringlu
(eins og margsinnis er búið að gera) heldur í eglutexta Möðruvallabókar og
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage150