Saga - 2011, Blaðsíða 192
192 aldarafmæli
hans á Árbókum Reykjavíkur 1786–1936 (1942) eftir dr. Jón Helgason biskup,
Annála 1400–1800 (frá og með 4. bindi, 1940–48), Austfirðingasögur, 11. bindi
útgáfu Hins íslenzka fornritafélags 1950, og síðast en ekki sízt — eins og
vænta mátti — vandaða útgáfu Sturlunga sögu, sem kom út í tveimur bindum
1946 og þeir kristján eldjárn og Magnús Finnbogason önnuðust með Jóni.
Gerir Jón þar ítarlega grein fyrir útgáfunni í formála annars bindis: Hann
fjallar um Sturlungaöldina, leiðir lesandann inn í hina blóði drifnu ófriðaröld,
sem ber vitni um vígaferli á annan bóginn en friðsamlega bókmenntaiðju á
hinn. Jón gerir góða grein fyrir hverri sögu um sig í safninu og tilgátum um
höfunda þess. Hann hefur annazt tímatal, samið ættar-, nafna- og atriðis orða -
skrár, sem og greinargerð fyrir prentuðum útgáfum, allt frá þeirri fyrstu í
kaupmanna höfn á vegum Bókmenntafélagsins 1817–1820, einnig útgáfu
kristian kålunds í kaupmannahöfn 1906–1911, sem Jón kallar „gagnmerka
og vandaða“ og „undirstöðuverk“, loks „alþýðuútgáfu“ af Sturlungu, sem út
kom í Reykjavík 1908–1915.11 Jón Jóhannesson segir í lítillæti sínu í formálan-
um að þessi útgáfa þeirra þremenninga sé „ætluð alþýðu og er ekki vísindaleg
í strangasta skilningi þess orðs. Mest hefur verið leitazt við að gera efnið sem
aðgengilegast og draga fram það, sem helzt skiptir máli.“12 Þó að þessi útgáfa
sé ekki vísindaleg í þeim skilningi að leggja áherzlu á orðamun handrita eða
sk. „varianta“, er hún hin merkasta á sviði fornritaútgáfu og markaði að sínu
leyti þáttaskil. Þar hefur Jón Jóhannesson unnið stórvirki með útgáfu þess rit-
verks sem hann heillaðist ungur af á menntabraut sinni og vakti með því
aðdáun læriföður síns, Árna Pálssonar, svo að þess var lengi minnzt.
Af ritgerðum Jóns Jóhannessonar minni ég aðeins á „Aldur Græn -
lendinga sögu“, sem birtist í Nordælu 1956, þar sem Jón færði sterk rök fyrir
því að sagan væri talsvert eldri en eiríks saga rauða og þarafleiðandi traust-
ari heimild um fund meginlands Norður-Ameríku en eiríks saga. „Mat á
heimildargildi Grænlendinga sögu hlýtur að gerbreytast“, ritar Jón, „er sýnt
þykir, að hún sé frá lokum 12. aldar, en ekki 13. eða 14. öld.“13 Ritgerðir Jóns
ýmsar voru endurprentaðar í 2. bindi Íslendingasögu, sem út kom 1958 í
umsjón gamals nemanda hans, Þórhalls vilmundarsonar prófessors.
III
Fyrstu kynni mín af Jóni Jóhannessyni má rekja til þess er hann settist í aðal-
stjórn Sögufélags í árslok 1945 (en hafði áður verið í varastjórn frá 1941). Þá
hafði afi minn, einar Arnórsson, gegnt stöðu forseta þess í áratug og átti eftir
11 Sturlunga saga I–II. Útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og kristján
eldjárn (Reykjavík: Sturlungaútgáfan 1946), 2. bindi, bls. LII.
12 Sama heimild, bls. LvI.
13 Jón Jóhannesson, „Aldur Grænlendinga sögu“, Nordæla, afmæliskveðja til próf -
essors, dr. phil. og litt. og jur. Sigurðar Nordals ambassadors Íslands í Kaupmanna -
höfn sjötugs 14. september 1956 (Reykjavík: Helgafell 1956), bls. 158.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage192