Saga - 2011, Blaðsíða 203
helgi þorláksson
Jón Jóhannesson og íslensk miðaldasagnfræði
Jón Jóhannesson sá ég aldrei, svo að ég viti, en heyrði ungur að orð fór af
honum fyrir mikla þekkingu, gott minni og öguð vinnubrögð. Hann tald-
ist hafa verið mikill vísindamaður og ekki þótti sýnt að aðrir íslenskir
sagnfræðingar hefðu staðið honum framar. Guðni Jónsson ritaði t.d. í
minningargrein, sem birtist í tímaritinu Sögu 1958, að hann héldi að gyðjan
Saga hefði ekki átt ágætari lærisvein hérlendis en Jón.1 Og Björn Þor -
steinsson, nemandi Jóns, gerði í minningarorðum nokkra grein fyrir ævi -
starfi hans og bætti við „eins besta vísindamanns sem íslensk þjóð hefur
eignast“.2
Þekking Jóns og minni þótti koma skýrt fram þegar hann var í háskóla-
námi. Sagan segir að stundum hafi komið í ljós að hann stóð helsta kennara
sínum í sögu, Árna Pálssyni, framar að þekkingu. Þá á Árni að hafa sagt að
merkilegt væri hvað strákurinn vissi mikið. Hann nefndi hann líka Jón
lærða, bæði í gamni og alvöru, að sögn kunnugra.3 Með þessari sögu fylgdi
lof um Árna, boðskapurinn í sögunni var sá að kennarinn Árni kunni að
bregðast við yfirburðanemendum, lét þá ekki slá sig út af laginu. en sagan
varpar að sjálfsögðu líka ljósi á kunnáttu Jóns.
Minni Jóns og þekking kom fram í ættfræðiþekkingu, hann var gagn -
rýninn á lauslegar tilgátur um miðaldaættir, eins og fram kom í háskóla-
námi hans. Má í þessu sambandi nefna að þessi námfúsi Hún vetningur þótti
stálsleginn í húnvetnskum fræðum, ekki síst í ættfræði Húnvetninga. Þetta
sannar t.d. bókin Föðurtún eftir Pál kolka sem út kom 1950 og lýsir
afburðaþekkingu höfundarins, Páls, á sögu búenda í Húnaþingi og ættum
þeirra. Fyrstur þeirra sem hann þakkar fyrir hjálp við að afla heimilda er Jón
Jóhannesson, sem hafi einkum hjálpað honum varðandi ættir í vestur -
sýslunni.4 Þannig gat Jón jafnvel uppfrætt sjálfan Pál kolka í húnvetnskri
ættfræði.
Útgefin verk
Ég vík næst að fræðastörfum Jóns. Hann er líklega kunnastur fyrir verk sitt
Íslendinga saga I. Þjóðveldisöld, sem mun almennt hafa þótt mjög gott verk á
aldarafmæli 203
1 Guðni Jónsson, „Jón Jóhannesson prófessor“, Saga II: 4 (1958), bls. 325.
2 Björn Þorsteinsson, „Jón Jóhannesson prófessor“, Á fornum slóðum og nýjum.
Greinasafn gefið út í tilefni sextugsafmælis höfundar 20. mars 1978 (Reykjavík:
Sögufélag 1978), bls. 162.
3 T.d. Guðni Jónsson, „Jón Jóhannesson prófessor“, bls. 322.
4 Páll v.G. kolka, Föðurtún (Reykjavík: höfundur 1950), bls. xvi.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage203