Saga - 2011, Blaðsíða 147
litlu um þann textann sem talinn er frá 1302, en Patricía miðar hér
sem oftar aðallega við tímasetningar Jóns Sigurðssonar). en því
fylgir sú hárrétta athugun að Gamli sáttmáli hefur bersýnilega
hvorki fylgt Járnsíðu né Jónsbók eins og frá þeim var gengið í kon-
ungsgarði. Hafi sáttmálinn á annað borð verið til, þá hafa Magnús
lagabætir og lögfræðingar hans ekki litið á hann sem neins konar
stjórnarskrárígildi fyrir Ísland. Það hafa íslenskir lögfræðingar ekki
gert heldur úr því þeir afrita hann ekki, eins og réttarbæturnar og
fleira, í lögbókarhandritin. Það skýrir Helgi Þorláksson með því að
hann hafi þá verið úrelt plagg: „óvíst … að konungur hafi nokkurn
tíma samþykkt [hann] formlega“ og hann „því fyrst og fremst haft
gildi fyrir Gissur og menn hans, nyrðra og syðra, þar til Gissur dó
1268.“44 Þessi túlkun, sem sviptir sáttmálann svo gersamlega því
pólitíska gildi sem Jón Sigurðsson hafði eignað honum, er í mjög
eðlilegu framhaldi af sögutúlkun síðari áratuga, afdráttarlausari
samt en ég man eftir að hafa séð áður, og er vissulega bæði gagnlegt
og skemmtilegt að bók Patricíu skyldi kalla hana fram.
Hér breytir ekki miklu hvort við fylgjum túlkun Helga alla leið
eða reynum að þoka henni nokkuð til baka í átt til hefðarinnar.
Gerum ráð fyrir að vestlendingar hafi gengist undir vald konungs
1262 á forsendum Gamla sáttmála, sömuleiðis Rangæingar og
Aust firðingar árin á eftir, og að gildi sáttmálans hafi ekki talist háð
persónu Gissurar (enn síður Hákonar gamla) heldur hafi Íslend-
ingar virkilega litið á hann sem skilmála sína fyrir konungdæmi
Magnús ar lagabætis á Íslandi. engu að síður skortir heimildir fyrir
því að konungur hafi nokkurn tíma fallist á skilmálana fyrir sitt
leyti; og jafnvel með beinu samþykki hefði hann ekki skuldbundið
eftirmenn sína. Sáttmálinn væri í flokki með þeim hyllingarskjölum
og skilmálaskrám sem væntanlega urðu til við flest eða öll kon-
ungaskipti, ásamt kröfuskrám sem Íslendingar samþykktu við
nokkur önnur tækifæri. eitthvað af slíkum skjölum — kannski
drjúgur hluti þeirra — hefur glatast með öllu. Þótt frumrit þeirra
hafi ratað í skjalasafn konungs er einungis eitt slíkt eintak varðveitt
nú. Önnur eru til í íslenskum uppskriftum en yfirleitt ekki göml-
gamli sáttmáli — hvað næst? 147
burðar við að Gamli sáttmáli finnist ekki í handritum frá tímabilinu. Af
Grágás, Járnsíðu og Jónsbók til samans veit ég ekki til að fleiri en fjögur eða
fimm handrit séu tímasett fyrir 1300, og af handritsbrotum eða stökum skjöl-
um svo gömlum er varla neinn verulegur fjöldi lagalegs eðlis.
44 Helgi Þorláksson, „er Gamli sáttmáli tómur tilbúningur?“, bls. 395.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage147