Saga - 2011, Blaðsíða 113
blótsyrði meðal andstæðinga kvenfrelsis, sem misbeittu hugtakinu
óspart til að ófrægja kvenfrelsiskonur; þeim var brigslað um að
stofna hjónabandinu og þar með samfélaginu öllu í voða.29 Fylgj -
endur frjálsra ásta höfðu jafnframt mjög ólíkar hugmyndir um hvað
þeir áttu við með hugtakinu og hver markmið þeirra væru.30
Flestar hugmyndir um frjálsar ástir á tímabilinu 1850–1910 áttu
þó tvennt sameiginlegt: andstöðu við hvers kyns þvingun í ástar-
samböndum og kröfuna um rétt kvenna til yfirráða yfir eigin lík-
ama.31 Í því fólst ekki síst áhersla á takmörkun barneigna og fylgis-
menn frjálsra ásta börðust ötullega fyrir setningu laga um getnaðar-
varnir, fræðslu um notkun þeirra og ekki síst rétti kvenna til að
ákvarða hvort og þá hvenær þær stundi kynlíf, enda litu margar
þessara fríþenkjandi kvenna jákvæðum augum á konuna sem kyn-
veru. kynlíf utan hjónabands og opin ástarsambönd ýmiss konar
voru talin bæði sjálfsögð réttindi og einkamál fólks, samfélaginu
óviðkomandi. Þá álitu fylgismenn frjálsra ásta að hjónabandið í
þáverandi mynd væri ekki bara gölluð heldur líka kúgandi stofnun,
að ríki og kirkja ættu ekkert erindi við ástalíf fólks og að jafnrétti
kynjanna yrði aldrei náð án róttækrar endurskoðunar á hjónaband-
inu, jafnvel afnámi þess.32 Frjálsar ástir voru þó langt í frá samheiti
yfir fjöllyndi. Sumir voru þeirrar skoðunar að kynlíf ætti einungis
„lauslætið í reykjavík“ 113
frjálsar ástir sem voru samtíða bernskuárum kvenfrelsishreyfingarinnar frá því
um miðbik 19. aldar og fram á fyrri hluta 20. aldar. Sjá Saskia Poldervaart,
„The Recurring Movements of Free Love“. erindi á ráðstefnunni Free Love
and the Labour Movement við International Institute of Social History, 6–7.
október 2000. Aðgengilegt á vefnum á slóðinni: http://www.iisg.nl/womhist/
polder.pdf. Sótt 21. október 2010.
29 Fylgjendur frjálsra ásta voru gjarnan róttæklingar á fleiri sviðum þjóðlífsins,
voru sameignarsinnar, anarkistar eða kommúnistar og voru álitnir sérstaklega
hættulegt fólk. Sjá veronique Mottier, Sexuality, bls. 53, og Saskia Poldervaart,
The Recurring Movements of Free Love.
30 Joanne e. Passet, Sex Radicals, bls. 2. Sjá einnig, Angus McLaren, „Sex Radi -
calism in the Canadian Pacific Northwest, 1890–1920,“ Journal of the History of
Sexuality 2:4 (1992), bls. 527–546.
31 Joanne e. Passet, Sex Radicals, bls. 2. Passet einblínir á tímabilið 1850–1910 og
færir rök fyrir að á því tímabili megi tala um sérstaka hreyfingu kynróttæk -
linga í Bandaríkjunum, hreyfingu sem flosni upp eða breyti verulega um
áherslur eftir 1910. Færa má rök fyrir svipuðu ferli í evrópu þó ártölum skeiki
lítillega. Sjá veronique Mottier, Sexuality, bls. 53–55.
32 Almennt um hugmyndafræði frjálsra ásta, sjá Joanne e. Passet, Sex Radicals,
bls. 1–2 og 157–164; véronique Mottier, Sexuality, bls. 53–55, og Olive Banks,
Faces of Feminism, bls. 195 og víðar.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage113