Saga - 2011, Blaðsíða 33
anna“.6 Þeim bar að halda sig frá og vara fólk við rómantík og
íhaldssemi.
vissulega komu bæði Jón Sigurðsson og Fjölnismenn fyrir í
stjórnmála- og menningarstarfi róttækra vinstrimanna alla tíð. Þótt
menn hafi agnúast út í íhaldssemi í stjórnmálahugsun Fjölnismanna,
var þeim hampað sem skáldum og menningarvitum. Halldór dáist
að skáldskap Jónasar í Alþýðubókinni og kristinn e. Andrésson
skrifaði grein um ljóðin hans í Rauða penna,7 enda var því haldið á
loft, þegar tímaritið var kynnt, að það hæfi göngu sína á aldar -
afmæli Fjölnis.8 Að sama skapi var Jón Sigurðsson kallaður til liðs
við hreyfinguna þegar það þótti eiga við, og þá ekki síst vegna þeirr-
ar einurðar sem átti að hafa komið fram í einkunnarorðunum „eigi
víkja“,9 sem dúkkuðu til dæmis upp í Þjóðviljanum í tengslum við
útfærslu landhelginnar í 12 mílur.10
Samt held ég að með hæfilegri einföldun megi segja að þegar
fram í sótti og rómantísk þjóðernisstefna varð sífellt inngrónari og
ríkari þáttur í stjórnmálastarfi og stjórnmálamenningu róttækra
vinstrimanna, hafi Fjölnismenn sótt á, á kostnað Jóns Sigurðssonar.
Í endurminningum um föður sinn einar Olgeirsson minnist
Sólveig einarsdóttir nokkrum sinnum á dálæti hans á Fjölnis mönn -
um. Hún getur þess t.d. að kjarval hafi fært einari í fimmtugs -
afmælisgjöf teikningu af Jónasi Hallgrímssyni og Hraundranga í
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 33
6 Hvað vill Kommúnistaflokkur Íslands? (Reykjavík: kommúnistaflokkur Íslands
1931), bls. 50 .
7 „Ég bið að heilsa“, Rauðir pennar 1 (1935), bls. 257 –265.
8 Sjá auglýsingu í Verklýðsblaðinu 2. desember 1935, bls. 4. Svo mikilvæg voru
þessi tengsl í huga frumkvöðulsins kristins e. Andréssonar að hann segist hafa
getið þess í bréfi til Alþjóðasambands byltingarsinnaðra rithöfunda að tíma-
ritinu væri ætlað að valda „tímamótum í íslenzkum bókmenntum, eins og
tímaritið Fjölnir gerði fyrir réttum hundrað árum, 1835“. Sjá bók hans Enginn er
eyland. Tímar rauðra penna (Reykjavík: Mál og menning 1971), bls. 118.
9 Sjá t.d. Pétur Pétursson, „valdbeiting ríkisstjórnarinnar og vinnutími opinberra
starfsmanna“, Þjóðviljinn 29. júní 1950, bls. 3; einar Olgeirsson, „Áramótahug-
leiðingar við aldahvörf“, Þjóðviljinn 31. desember 1949, bls. 13, og einar
Olgeirsson, „Hlutur vor“, Þjóðviljinn 17. júní 1944, bls. 1–2. Þar má sjá dæmi
um það hversu umhugað einari var um að hampa Skúla Thoroddsen í tengsl -
um við Jón Sigurðsson. Sjá fleiri dæmi um það í Ragnheiður kristjáns dóttir,
Nýtt fólk, bls. 321–322, og Sólveig einarsdóttir, Hugsjónaeldur. Minningar um
Einar Olgeirsson (Reykjavík: Mál og menning 2005), bls. 335.
10 Sjá t.d. „Geysifjölmenn mótmælaganga“, Þjóðviljinn 8. október 1960, bls. 1 og
„eigi víkja frá tólf mílunum“, Þjóðviljinn 22. nóvember 1960, bls. 1.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage33