Saga - 2011, Blaðsíða 139
Ríkisréttindi Íslands komu út. Patricía segir frá gagnrýni þeirra beggja
á niðurstöður Jóns forseta. en henni sést yfir að niðurstöður
Maurers og Ólsens urðu ofan á hjá fræðimönnum og ruddu úr vegi
kenningu Jónanna, forna og forseta, svo að strax 1910 var Jón
Þorkelsson sjálfur hættur að halda henni fram.21 Og hún er varla
einu sinni til umræðu 1956 þegar Jón Jóhannesson birti afar rækilega
rannsókn á samskiptum Íslendinga og konungsvaldsins 1299–
1321.22 Þar koma við sögu þrjár kröfuskrár Íslendinga sem Jón árset-
ur 1302, 1306 og 1319, að miklu leyti á þeim grunni sem Björn M.
Ólsen hafði lagt.23 Hann bendir á að önnur ártöl séu birt í
Fornbréfasafni en sér ekki ástæðu til að fara um þau nema örfáum
orðum24 — kenningin um þau er löngu úrelt. enda hafa fræðimenn
fylgt niðurstöðum Jóns Jóhannessonar síðan.25
gamli sáttmáli — hvað næst? 139
svar við bók eftir knud Berlin, varðar ekki tímasetningu sáttmálatextanna. Að
því leyti sem Ólsen svarar Jóni Þorkelssyni gerir hann það í ritgerðinni frá
1908, aðallega í neðanmálsgreinum (ritgerðin hefur verið komin í próförk í
mars þegar Ríkisréttindi Íslands komu út).
21 Jón Þorkelsson og einar Arnórsson, „Ísland gagnvart öðrum ríkjum fram að
siðaskiftum,“ Andvari 1910, bls. 21–184. Þar nefna þeir sáttmála „sem sumir
telja frá 1263 og 1264, en aðrir frá 1300 eða 1302“ (bls. 129), ræða ýmis rök fyrir
tímasetningu hans en álykta að lokum að hann sé „að öllum líkindum frá
1281“ (bls. 135). Og skjalið sem þeir töldu áður frá 1302 er nú „alþingissamþykkt
frá 1306 (eða 1302)“ (bls. 130). Í bókinni Réttarstaða Íslands (Reykjavík: Þjóð -
vinafélagið 1913), sem einar Arnórsson samdi en að nokkru í samstarfi við Jón,
fullyrðir hann ekkert um hvenær á árabilinu 1263 til 1302 fyrrnefndi sáttmál-
inn sé orðinn til (bls. 80).
22 „Réttindabarátta Íslendinga í upphafi 14. aldar,“ fyrst birt í Safni til sögu Íslands
1956, síðan sem kafli í bók Jóns, Íslendinga saga II. Fyrirlestrar og ritgerðir um
tímabilið 1262–1550 (Reykjavík: AB 1958), bls. 226–301, og verður vitnað til þess
kafla hér. Í sama bindi, bls. 50, segir Jón (samkvæmt uppskriftum eftir fyrir-
lestrum hans) um gagnrýni Björns: „Fræðimenn hafa yfirleitt fallist á þessa
skoðun.“
23 Þeim ber það á milli að Jón styður tímasetningu Maurers á skjalinu frá 1302 en
Björn hafði fremur giskað á 1300. Þetta er sá „Gamli sáttmáli“ sem algengastur
er í handritum en Björn talar um hann sem „alþingissamþykkt“ sem „ranglega
hafi verið nefnd Gamli sáttmáli“ („enn um upphaf konungsvalds,“ bls. 4). en
Jón Jóhannesson bendir á („Réttindabarátta …“, bls. 247) að það hafi „frá 15.
öld gengið undir nafninu Gamli sáttmáli“ og notar það. Hins vegar talar hann
um „sáttmálann frá 1262“ (bls. 251) sem hann hefur annars staðar nefnt
Gissurarsáttmála.
24 Bls. 249 (1263/64 eða 1302), 273–274 (1302 eða 1306) og 293 (1320 eða 1319).
25 ekki síst Björn Þorsteinsson í sínum margvíslegu yfirlitsritum, einnig í heim-
ildaútgáfunni Helztu sáttmálar, tilskipanir og samþykktir konunga og Íslendinga um
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage139