Saga - 2011, Blaðsíða 205
eldri og víðast frumlegri og hafnaði þeirri aðferð að velja til skiptis efni úr
báðum. Þessi grein var birt á ensku 1962 og varð þekkt og naut hylli, en
síðar hafa komið fram efasemdir um niðurstöðuna. Þá birti hann sama ár
greinina „Ólafur konungur Goðröðarson“, í íslenskri og enskri gerð, merkt
framlag til sögu víkingaaldar. enn fremur lagði hann grunn að traustum
ályktunum í væntanlegu öðru bindi Íslendinga sögu með birtingu þriggja
greina á þessum tíma; ein nefnist „Réttindabarátta Íslendinga í upphafi 14.
aldar“, önnur „Í Grænlandshrakningum 1406–10“ og hin þriðja „Skál holts -
för Jóns Arasonar 1548“ og birtust allar árin 1955 og 1956.9
Textafræði
Styrkur Jóns var ekki síst fólginn í textafræði, áhugi hans beindist að því að
komast sem næst upprunalegum texta, frumtexta eða frumgerð verka eins
og Íslendingabókar og Landnámu. Honum var í mun að sýna að Íslend-
ingabók, eins og hún er til okkar komin, sé lítt eða ekki breytt frá því sem
hún var þegar höfundur gekk frá henni. verra var að eiga við Landnámu,
en Jón setti fram ábendingar um hvernig nálgast mætti frumtexta hennar.
Síðan hann var og hét hafa viðhorf í textafræði breyst að því leyti að
áhugi á einstökum skrifurum og áhrifum atburða og viðhorfa í samtíma
þeirra á textagerðir hefur aukist. Núna þykir t.d. mikilvægt að spyrja
hvernig safnandi Sturlungu setti saman texta hennar og hvernig hann muni
hafa breytt upprunalegum texta í einstökum sögum sem eru glataðar og
hvað muni hafa vakað fyrir honum. Þetta merkir þó auðvitað ekki að Jón
hafi ekki gefið mikinn gaum að breytingum á textum í tímans rás, en hann
spurði lítt um það hver hefðu verið áhugamál þeirra sem breyttu og af
hverju þeir breyttu. Frumtextinn var honum mikilvægastur og honum
fannst allra mikilvægast að geta fullyrt að textum sumra sagna í Sturlungu
hefði lítt verið breytt þegar þeim var skeytt saman. Þetta er ólíkt því sem
ýmsir aðrir hafa talið í seinni tíð, en í slíkum tilvikum verður að taka fullt
mark á vönduðu mati Jóns.
Margir fræðimenn fylgja strangt eftir hinum nýju viðhorfum í texta -
fræði. Dæmi um þetta er ný nálgun Gamla sáttmála, þ.e. að kanna hann
fyrst út frá hugsanlegum kringumstæðum á sköpunartíma varðveittra
handrita á 15. og 16. öld sem kunni að varpa ljósi á tilurðina, jafnvel skýra
hana að fullu. Þetta er gott og gilt sé það gert skynsamlega, en skylt er þá að
fara rækilega í saumana á afar vandaðri umfjöllun Jóns sem beindist eink-
um að því að finna upprunalegan texta sáttmálans, eða komast sem næst
honum og frumtextum nýrra gerða af sáttmálanum. Þegar Jón fullyrðir að
aldarafmæli 205
9 Guðni Jónsson veitir yfirlit um rit Jóns, sbr. tilv. rit, bls. 324–5. Nokkrar helstu
ritgerðir Jóns voru svo birtar í Íslendinga sögu II. Fyrirlestrar og ritgerðir um
tímabilið 1262–1550 (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1958).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage205