Saga - 2011, Blaðsíða 109
kynverundarsögu karla. valdhöfum hefur löngum staðið ógn af
konum sem kynverum og kynverund kvenna hafa verið settar ýms -
ar skorður eftir ríkjandi hugmyndafræði og „þörfum“ valdhafa
hvers tíma. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um orsakir eða eðli
breytinga á viðhorfum til kynferðismála, en þó er óhætt að fullyrða
að síðan á 18. öld hafi viðhorf til kynverundar kvenna breyst um -
tals vert, ekki síst vegna mikillar fólksfjölgunar, iðnvæðingar og
þéttbýlismyndunar. Með þeirri þróun dró úr því félagslega taum-
haldi sem bændasamfélagið gat haldið uppi og valdhafar, andlegir
sem veraldlegir, gátu farið nýjar leiðir til félagslegrar stýringar. Sú
samfélagslega umbylting sem nývæðingu fylgdi veitti jafnframt
ákveðin tækifæri til endurmótunar grunnhugmynda um lífið og til-
veruna, þar með talið kynhlutverka og kynverundar.14
Það er einkennandi fyrir viðhorf til kynverundar kvenna á síðari
hluta 19. aldar að konur voru álitnar kynferðislega óvirkar og hin
„góða“ kona var ýmist laus við allar kynferðislegar langanir eða hélt
þeim í skefjum. Þær konur sem ekki bældu kynhvöt sína voru álitn-
ar sjúkar og algengt var að konur væru lagðar inn á heilsuhæli við
„hysteríu“. Þar undirgengust þær meðferð þar sem kynfæri þeirra
voru m.a. nudduð með rafknúnum tækjum, víbratorum.15 kynver -
und kvenna var þannig, ásamt „afbrigðilegum“ kynhneigðum, sjúk-
dómsvædd á sama tíma og vændi fékk opinbera viðurkenningu
stjórnvalda með reglugerðum um vændi til að stemma stigu við
kyn sjúkdómum og halda hinum „hættulegu stéttum“ í skefjum.
kerfið dró hvorki úr vændi né kynsjúkdómum en leiddi til aukinn-
ar félagslegrar einangrunar vændiskvenna og var gríðarlega óvin-
sælt meðal umbótasinna ýmiss konar, auk vændiskvennanna sjálfra.16
Fyrir hina „venjulegu“ konu af millistétt var aðgengi að upplýs -
ingum um getnaðarvarnir, fóstureyðingar og kynferðismál mark-
visst takmarkað og slíkt efni ritskoðað af stjórnvöldum. Fyrir vikið
ríkti almenn fáfræði um kynlíf meðal stórs hóps fólks. Sagn fræð -
„lauslætið í reykjavík“ 109
14 Anna Clark, „Female sexuality“, bls. 54–63. Sjá einnig véronique Mottier,
Sexuality, bls. 26–31.
15 Rachel Maines, The Technology of Orgasm. “Hysteria”, the Vibrator, and Women’s
Sexual Satisfaction (Baltimore: Johns Hopkins University Press 1999), bls. 34–42
og víðar. Sjá einnig Anna Clark, „Female sexuality“, bls. 66.
16 Anna Clark, „Female sexuality“, bls. 69–70. Um útfærslu „opinbers vændis“
(d. offentlig prostitution) í Danmörku, sjá karin Lützen, Byen tæmmes. Kerne -
familie, sociale reformer og velgørenhed i 1800-tallets København (kaup manna höfn:
Hans Reitzels Forlag 1998), bls. 219–245.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage109