Saga - 2011, Blaðsíða 58
heild sem byggð var upp af ólíkum löndum og svæðum.10 Gengið
er út frá því að stjórnsýslan og aukið ríkisvald á árnýöld í Dan -
mörku hafi verið undir miklum áhrifum frá Þýskalandi. Þær hug-
myndir hafa á síðari árum gjarnan verið skilgreindar sem kameral -
ískar.11 Sumt í hagstjórnarstefnu ríkisins átti að innleiða fyrir allt
ríkið, annað var háð svæðisbundnum aðstæðum. Að skoða Ísland í
ljósi ríkisheildarinnar varpar því fersku ljósi á handiðnaðinn og
samfélagsgerðina. einnig er litið til fræðilegrar umræðu sem farið
hefur fram um frumiðnað í evrópu á árnýöld. Þvert á það sem
haldið hefur verið fram, eru dæmi frá verslunarfélögunum og vef -
smiðjum Innréttinganna sem sýna að forlagsvinnsla12 ullar þekktist
á síðari hluta 18. aldar og veitti fólki ný tækifæri til framfæris. Slíkar
upplýsingar gefa tilefni til endurmats á gerð sveitasamfélagsins, á
hlutverki Innréttinganna og kaupmanna með hliðsjón af hand-
verksvinnslu og viðreisnaráformum yfirvalda á 18. öldinni. Í rann-
sókninni má greina þrenns konar grunn að samanburði; ákveðin
svæði sem mynda framleiðsluheildir, t.d. hreppar eða verslunar -
hrefna róbertsdóttir58
10 Auk sjálfra konungsríkjanna Danmerkur og Noregs tilheyrðu ríkinu eyjarnar
Ísland, Færeyjar og Grænland í Norður-Atlantshafi, hertogadæmin Slésvík og
Holtsetaland (Holstein) og fleiri svæði, auk nýlendna í karíbahafi, Afríku og
Indlandi. Ole Feldbæk, „vækst og reformer. Dansk forvaltning 1720–1814“,
Dansk forvaltningshistorie I. Stat, forvaltning og samfund. Fra middelalderen til 1901.
Ritstj. Leon Jespersen, e. Ladewig Petersen og Ditlev Tamm (køben havn:
Jurist- og Økonomforbundets Forlag 2000), bls. 232 og 239–240.
11 Halldór Bjarnason velti fyrir sér í ritdómi hvort ég liti á kameralismann sem
orðræðu um samfélagsmálefni í sjálfu sér. Sjá Halldór Bjarnason, „Ritdómur:
Wool and Society“, Saga XLvIII:1 (2010), bls. 195–198. Fyrst og fremst lít ég á
kamer alismann sem grunn að heildarmynd á stjórnarfari ríkisins á 17. og 18.
öld. Orðræðan er síðan greind út frá viðhorfum og hugmyndum um landshagi
og einstök málefni og hvernig fjallað er um þau, fremur en að greiningin sé
heimfærð sem heild upp á ákveðna stefnu. Wool and Society, bls. 46–48 (undir-
kafli í 2.1: eighteenth-century Borders) og bls. 56–62 (undirkafli í 2.2:
Manufacturing and State Policy).
12 Með forlagsvinnslu (e. putting-out production, þ. Verlagssystem) er átt við fram-
leiðsluform þar sem einstaklingur fær afhent áhöld og hráefni (t.d. ull eða
hör) frá kaupmanni eða bónda, vinnur úr því og afhendir þeim hinum sama
aftur fullunnið og fær greitt fyrir. kaupvinnsla (e. workshop production, þ. Kauf -
system) er skylt fyrirbæri, en þar á eða kaupir einstaklingurinn hráefnið og
tæki til framleiðslunnar og selur hina fullunnu vöru. Sjá dæmi um lýsingu á
slíkri vinnslu fyrir Innréttingarnar (hjá Franz Illugasyni vefara frá 1770) í
Hrefna Róbertsdóttir, Landsins forbetran, bls. 68–73, og Wool and Society, bls.
26–31.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage58