Jökull - 01.01.2010, Page 205
Society report
Langjökulsferð, 6.–13. apríl 1988
Magnús Hallgrímsson
Bollagötu 3, 105 Reykjavík, maggihall@simnet.is
Hér segir frá skíðaferð Halldórs Ólafssonar, Helga
Ágústssonar, Stefáns Bjarnasonar og Magnúsar Hall-
grímssonar á Langjökul vorið 1988, fyrir daga GPS-
tækja, gervihnattarsíma og sérbreyttra jeppa. Frá-
sögnin fylgir dagbók Magnúsar sem skráð var jöfnum
höndum í ferðinni, (ritstjóri).
Förin var ákveðin snemma vetrar. Ætluðum við að
vera fimm en Leifur Jónsson varð fyrir því að axlar-
brotna á skíðagöngu í Bláfjöllum og komst því ekki
með. Ferðinni var heitið að Kirkjubóli á Langjökli.
Það sem helst háði okkur var snjóleysi. Mjög snjólétt
var þennan vetur og hvergi snjór á láglendi í byrjun
apríl og mjög lítill á öræfum. Helstu leiðir sem voru
til umræðu voru að aka á Bláfellsháls og ganga þaðan
á jökul um Skálpanes að Kirkjubóli, halda þaðan suð-
ur jökul að Þórólfsfelli og til byggða suður um Hlöðu-
velli og Kerlingu á Gjábakkaheiði eða frá Hlöðuvöll-
um til Laugavatns. Talið var nokkurn veginn bílfært á
Bláfellsháls enda fóru bílar þar um páska.
Vegna misskilnings var bílstjórinn okkar Brynjólf-
ur Wiium aðeins beðinn um að aka á Gjábakkahraun
og komst ekki upp fyrr en um miðjan þriðjudag. Var
auðna látin ráða og áætlunin að ganga frá Gjábakka-
hrauni, í Kerlingu, Hlöðuvelli, Þórólfsfell, Kirkjuból
og þaðan til byggða eftir snjó og færð. Helst var rætt
um gistingu í Hagavatnsskála og þaðan líklega á auðu
til Haukadals eða um Þórólfsfell að Úthlíð, eða Mið-
dal.
Vestan undir Þórólfsfelli á leið norður. Ljósm./Photo. MH.
JÖKULL No. 60 205