Jökull


Jökull - 01.01.2010, Page 207

Jökull - 01.01.2010, Page 207
Langjökulsferð 1988 þrjú vorum við í 900 metra hæð og skyggni ekkert. Héldum við þessari stefnu upp í ∼1000 metra hæð en beygðum þá í 61 gráðu misvísandi og stefndum á Þursaborg. Hiti var þá við frostmark. Kl. fjögur sýndi mælir 1005 m, var þá áð og drukkið te, síðan haldið í 61 gráður misvísandi og gengið í rúman klukkutíma. Kl. hálf sex fór að hvessa af ASA og var því tjaldað. Frostið var þá komið í sjö gráður. Haft var samband við Gylfa kl. sjö og komið til hans boðum um stöðuna. Laugardagur 9. apríl Frost hafði orðið mest 20 gráður um nóttina en var 16 gráður er við litum út. Hafin var morgeldun á vana- legum tíma. Um nóttina snjóaði mikið með rokum og vindbelgingi. Bæst hafði við um 30 sm af snjó og náði lausamjöll í hné. Vorum við tilbúnir að fella tjaldið um kl. níu. Gerði þá um sex vindstiga gusu af norðvestri og var því beðið. Mugga hafði verið yfir og ekkert skyggni. Um hálf tíu hægði heldur og birti til suðurs. Var þá pakkað og haldið af stað kl. tíu. Færi var mjög slæmt, púlkurnar grófu um 30 sm djúpa slóð og skíði sukku í til kálfa. Hélst þetta færi allan daginn en lagaðist lítið eitt síðasta klukkutímann. Upp úr kl. hálf ellefu fór að snjóa, allt skyggni hvarf og var svo í nokkurn tíma. Síðar létti nokkuð og sást í heiðan himin en skýja- bakkar allt um kring jökulinn og ýrði snjó af NV. Hiti hækkaði í fimm gráðu frost. Tjaldað var kl. hálf sjö í átta stiga frosti og hafði þá verið nær skyggnislaust síðasta klukkutímann. Einu sinni rofaði aðeins og við sáum Tröllhettu og Bláfell í mósku. Talsamband var reynt við Gylfa án árangurs en Stebbi talaði við Flug 65 og sendi boð til Ingvars um stöðuna. Brátt fór að hvessa og vorum við ánægðir með að vera komnir í tjald. Sunnudagur 10. apríl Er við vöknuðum var skafbylur, um níu vindstig. Samkvæmt veðurfregnum voru sjö vindstig á Hvera- völlum. Frost hafði verið 21 gráða um nóttina og var 16 gráður þegar þeir fyrstu fóru út að kasta af sér vatni. Hvassviðrið hélst til hádegis og var þá farið að undirbúa ferð. Við fyrsta útkikk eftir að lægði sást Þursaborg út um lofttúðuna og reyndist í 61 gráðu misvísandi svo við höfðum haldið stefnu. Lagt var úr tjaldstað kl. 14.40 og hafði færð batnað verulega við blásturinn en þó dregið nokkuð í rifskafla. Við vorum um sex km sunnan Þursaborgar. Ekki leið á löngu að hvessa tók að NV og kl. fjögur sneri hann sér beint í fangið með um sex vindstig og frostið um 15 gráður. Við vorum rúma tvo tíma að Þursaborg og sást hún mest alla leiðina. Héldum við síðan upp brekkuna milli Þursaborgar og Péturshorns. Jók þá vindinn og skafrenningskófið hækkaði svo að allt skyggni hvarf. Gengum við þar til við töldum okkur vel ofan Péturshorns og tókum stefnuna 101 gráðu misvísandi á Fjallkirkju. Vindinn jók enn og var farið að bollaleggja að tjalda þegar við höfðum haldið á annan km frá Þursaborg, kl. orðin sjö og frost 19 gráður. Við ákváðum að halda enn áfram í þeirri von að sjá kirkjuna. Í um eins km fjarlægð grillti í topp efst í kófinu og brátt kom í ljós að þetta var Fjallkirkjan sjálf. Lægði aðeins vind í skjólinu og flökti frá N til NV. Var nú farið greitt og lagt í brekkuna og komið að Kirkjubóli kl. níu. Þá var svo hvasst að draga varð pulkur í skjól til losunar. Kveikt var á prímus, eldað, etið og drukkið allt til kl. eitt e.m. Meðal vinsælustu rétta var púðursykurs-ristaður, sneiddur svínaskanki. Gengum hressir til náða í svo ágætu húsi. Mánudagur 11. apríl Sofið var frameftir. Hvasst var úti og skafrenningur en bjart til himins, ský yfir Skriðufelli og kóf í átt til jök- uls og niður á Kjöl. Frost 17 gráður. Haft var hægt um sig en er lægði aðeins eftir hádegið var farið í göngu og myndaferð um nágrennið og klifnir nokkrir topp- ar. Fegurðin ægileg, gerði nú bjartar yfir og rennings- kófið lækkaði. Sást allt sem séð verður, allt austur að Bárðarbungu. Áætlað var að halda til Hagavatns daginn eftir og þaðan að Haukadal. Allar spár fram til kl. sjö lágu þessu til grundvallar en kl. sjö var spáð SA snjókomu vegna lægðardrags sunnan við landið, svo við ákváð- um að sjá til í fyrramálið. Búið var að bræða vatn og smyrja til fararinnar. Frost var 18 gráður. Sól lækkaði á lofti og útsýni sem best má vera. Talsamband við Gylfa tókst ekki en við heyrðum í honum. Við þvott og rakstur þennan morgun komu í ljós móleitir blettir framan í nokkrum okkar. Kenndum við um sólbruna og minni háttar kali. Þótt við skýldum andliti með gleraugum og lambhúshettum í gær urðu JÖKULL No. 60 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.