Jökull


Jökull - 01.01.2010, Side 209

Jökull - 01.01.2010, Side 209
Langjökulsferð 1988 nokkrir blettir útundan. T.d. varð Helgi eitt sinn að brjóta ísbrynju af nefinu á leiðinni daginn áður. Blettir þessir voru smurðir en menn bjuggust við skinnflagn- ingu að minnsta kosti. Þriðjudagur 12. apríl Farið var á stjá kl. fimm, það lygndi um nóttina og vindur snérist í SA andvara. Blika var yfir frá suðri. Frost 16 gráður en mest 19 um nóttina. Höfð voru hröð handtök um eldun og frágang. Spáð var SA snjókomu og allhvössu vegna lægðar sunnan við land. Ákváðum við þó að leggja í hann. Áætlunin var að fara neðan Péturshorns 263 gráð- ur misvísandi inn á línu milli Þursaborgar og Jarlhettu (873 m) í nyrsta hettuklasanum. Þaðan í átt að Jarl- hettunni 205 gráður misvísandi. Af þeirri línu niður að jökuljaðri og með Jarlhettum að austan í Hagavatn. Sól skein í hálfa stund en þá dró háskýjahulu yf- ir. Lögðum við af stað kl. átta, fylgdum stikunum út á brún og renndum okkur niður. Þar var smurt og geng- ið stíft. Stefán náði þarna sambandi við Flug 52 sem tók boð til Ingvars um síðustu ákvarðanirnar. Færi var gott að því leyti að snjór var nú þéttur eftir allt rok- ið og mörkuðu sleðar og skíði lítið sem ekkert í, en dregið hafði í rifskafla sem voru á stundum til mikilla trafala. Skyggni var ágætt fyrstu tímana. Leiðin neðan Péturshorns reyndist ágæt, en rifskaflar voru með stærsta móti er kom suður fyrir hornið. Við héldum í ljúfum boga inn á Þursarborgar- Jarlhettulínuna og náðum henni um kl. ellefu. Kl. tólf áðum við á söðlinum vestur af Skriðufelli, átum rús- ínur og súkkulaði og drukkum jöklate í tíu stiga frosti. Vindur flökti frá SA til NV það sem af var leiðarinnar. Rétt eftir að við fórum aftur af stað snerist vindur aftur til SA og fór að kafsnjóa. Hvarf nú allt skyggni. Héld- um við áfram göngunni, fór brátt að lækka og rennsli að aukast, hiti hækkaði í um sex gráðu frost. Er við nálguðumst Jarlhettur sveigðum við undan hallanum í átt að jökuljaðrinum. Þar kom að við feng- um nokkuð ákveðinn móthalla og töldum okkur vera við jaðarinn milli Jarlhettu og Skálpaness. Ekkert höfðum við séð á leiðinni frá Skriðufelli nema rifskafla og nokkrum sinnum glitti á sprungu- bunka til hægri handar. Var nú tekin stefnan 238 gráð- ur misvísandi og liðu ekki nema tíu mínútur þar til við grilltum í svart. Kom brátt í ljós klettur til hægri handar og Jarlhetta framundan. Kl. var hálf fjögur þegar við stigum af jökli og fjögur þegar við fórum fram hjá fyrstu Hettunni. Kl. fimm minnkaði snjó- koman og sást nú betur til Hettanna og fór að móta fyrir landslagi. Þykk ský voru yfir og reyndist ómögu- legt að greina mishæðir í snjónum. Við áðum um kl. sex. Frost var nú tvær gráður snerist vindur nú til NA og hvessti, fór að skafa. Þegar kom niður fyrir Stakhettu (660 m) hvessti enn og gerði renningskóf. Við héldum áfram ferð- inni sem mest við máttum til að ná Hagavatnsskála og náðum þangað kl. átta og vorum fegnir að ná húsi. Hvessti nú enn. Við gengum snemma til náða eftir ágætan kvöldverð. Miðvikudagur 13. apríl Hvasst var um nóttina og snjókoma. Haldið var af stað niður að Haukadal kl. rúmlega tíu, þá var yfirskýjað og smávegis snjókoma. Héldum við yfir tómt Farið, fyrir Einifell og þaðan beint að Haukadal. Færð var heldur þung og jókst hiti er á daginn leið. Snjór var niður að efstu rofatorfum. Við héldum okkur nálægt Sandfellinu og er snjó þraut fórum við niður gil þar til við fundum slóðina. Í henni var snjór og gátum við dregið sleðana alla leið niður að kirkju, þakkað veri hinum niðurgröfnu íslensku vegum. Við geng- um síðasta spottann í tveggja gráðu hita og úðarign- ingu. Við komum að hinu forna höfuðbóli laust fyrir kl. fimm e.h. Þaðan gengum við lausbeislaðir niður að Geysi og nutum gestrisni hjónanna Greips og Kristín- ar, þáðum þar kaffi og hverabrauð, vöfflur með rjóma og að síðustu fengum við að fara í sundlaugina þeirra og mýktust við það vöðvar eftir langa göngu. Um kl. níu komu Hlíf og Auður á Subarúum tveim og fluttu okkur í bæinn. Síðasta sameiginlega máltíð- in var á bensínstöð í Hveragerði. Lauk þar með hinni ágætustu gönguför. JÖKULL No. 60 209
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.