Jökull


Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 101

Jökull - 01.01.2016, Blaðsíða 101
Data report Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2014 og 2014–2015 Bergur Einarsson Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík; bergur@vedur.is YFIRLIT — Upplýsingar bárust frá 36 sporðamælistöðum haustið 2015. Mæling náðist ekki á 9 stöðum. Á óvenju mörgum stöðum, eða alls 8, huldi snjór jökulsporðinn þetta haustið, eftir snjóþungann vetur og kalt sumar. Við vestanverðan Skeiðarárjökul var ekki hægt að komast að sporðinum vegna breytinga á farvegi Súlu, sem nú hefur fært sig yfir í Gígjukvísl í stað þess að sameinast Núpsvötnum líkt og áður. Af þeim 27 stöðum þar sem mæling náðist hopa 18 en 6 ganga fram. Svínafellsjökull stendur svo í stað á öðrum af tveimur mæli- stöðum. Af nýlegum upplýsingum frá haustinu 2016 má ætla að mælingar haustið 2015 við Heinabergsjökul séu ómarktækar vegna þess að ístunga er á floti í lóni framan við jökulinn og brotin frá skriðjöklinum sjálfum. Mögulega hafa aðstæður við Heinabergsjökul verið þær sömu undanfarin ár og að þar með sé komin skýring á miklum sveiflum í mældri stöðu sporðsins. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Haustið 2016 var haldinn samráðs- og fræðslufundur um sporðamælingar Jöklarannsóknafélagsins. Mæt- ing á fundinum var framar björtustu vonum, með þátttöku yfir 40 sporðamælingamanna og áhugafólks um jöklabreytingar. Á fundinum voru kynntar nýj- ustu rannsóknir á sögu Drangajökuls og breyting- um á skriðjöklum við sunnanverðan Vatnajökul auk þess sem fjallað var um nýhorfna jökla og hraðvax- andi breytingar á Grænlandsjökli og Suðurskautsjökl- inum. Einnig var sagt frá sporðamælingum félagsins og hvernig þeim er miðlað en eitt af aðal umræðuefn- um fundarins var framtíðarfyrirkomulag sporðamæl- inganna. Nú eru ýmsir möguleikar á mælingum komn- ir til sögunnar svo sem GPS-mælingar, sem ekki voru til staðar þegar mælingarnar hófust fyrir hartnær öld. Í framhaldi af fundinum stendur til að útbúa leiðbein- ingar um notkun GPS-tækja til mælinga og skilgreina miðlínu eða straumlínu fyrir hvern jökul sem henta til þess að fylgjast með breytingum á stöðu sporðsins. Gömlu mæliaðferðirnar með málbandi frá föstum við- miðunarpunktum eru þó ennþá í fullu gildi og verður öllum frjálst að halda sig við þær kjósi fólk svo. Snæfellsjökull Hyrningsjökull og Jökulháls – Samkvæmt skýrslum Hallsteins Haraldssonar var mikill snjór við sporðana og því ómögulegt að finna jökulröndina. Drangajökull Kaldalónsjökull – Nú hefur Viðar Már Matthíasson tekið við mælingum á Kaldalónsjökli af Indriða Aðal- steinssyni á Skjaldfönn. Jöklabreytingaskýrslunni í ár fylgir því ekki áður árlegur pistill Indriða um tíðar- og náttúrufar í Skjaldfannardal. Viljum við hér nýta tækifærið til að þakka Indriða fyrir allar fróðlegu og skemmtilegu samantektirnar. Ekki var hægt að mæla stöðu jökulsins vegna snjóskafls við sporðinn. Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson fór til mælinga á Reykjarfjarðarjökli þann 19. september. Mikið virðist hafa gengið á í vatnafari í Reykjarfirði en eins og Þröstur segir í bréfi með mælingunum: „Það vakti athygli mína að stígvélafært var yfir Þaralátursós sem að vísu rann í tveimur kvíslum. Víða voru ummerki í landinu eftir mikið vatnsveður fyrir nokkrum vikum á Ströndum. Allir lækir farið langt yfir bakka og mikið úrrennsli úr göngugötum.“ JÖKULL No. 66, 2016 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.