Jökull


Jökull - 01.01.2016, Side 103

Jökull - 01.01.2016, Side 103
Jöklabreytingar 2014–2015 Búrfellsjökull – Samkvæmt skýrslu Sveins Brynjólfs- sonar er ±10 m óvissa á stöðu sporðsins vegna þess að sporðurinn er tættur og jaðarinn ógreinilegur. Bægisárjökull – Ekki var hægt að mæla sporðinn vegna snjóa en eins og segir í skýrslu Jónasar Helga- sonar: „Þegar við horfðum til jökulsins frá mynda- tökustaðnum varð endanlega ljóst það sem ég hafði gert ráð fyrir. Gríðarlegur snjór liggur á jöklinum og langt niður fyrir eiginlegan jökulsporð. Varla er að finna blett þar sem sumarhitinn [hefur] náð að bræða allan snjóinn frá síðasta vetri. Það var því alveg ljóst að engar marktækar mælingar yrðu gerðar að þessu sinni.“ Tungnahryggsjökull – Mælingar eru nú aftur hafnar við Tungnahryggsjökul í umsjón Sverris Aðalsteins Jónssonar. Seinast var mælt við jökulinn 1958 en varðan sem þá var mælt frá fannst og því hægt að tengja mælingarnar saman. Grímslandsjökull – Líkt og undanfarin ár var ekki hægt að mæla sporðinn vegna snjóa. Langjökull Geitlandsjökull – Ekki var hægt að mæla jaðarinn vegna snjóa. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull eystri – Ekki hefur verið mælt við jökulinn í nokkur ár og er honum því sleppt úr gagna- töflu að þessu sinni. Fyrri mælingar er hægt að nálgast í jöklabreytingaskýrslum fyrri ára eða á vef Jöklarann- sóknafélagsins spordakost.jorfi.is Hofsjökull Múlajökull suður – Samkvæmt skýrslu Hermanns Leifssonar sem nú mældi fyrir föður sinn hverfur sporðurinn í lón og því erfitt að staðsetja hann ná- kvæmlega. Jökulinn blakkur og vottar ekki fyrir snjó við neinn mælistað á Múlajökli. Sátujökull við Eyfirðingahóla – Valgeir Steinn Kára- son hefur nú tekið við mælingum Sátujökuls af Braga Skúlasyni. Við þökkum Braga fyrir mælingar undan- genginna ára. Samkvæmt skýrslu Valgeirs voru að- stæður til mælinga nú í ár líkt og í fyrra ekki góðar. Það var erfitt að greina jaðarinn vegna malardreifar á jaðrinum og mikillar aur- og sandbleytu við jaðarinn. Sátujökull á Lambahrauni – Skýrslu Valgeirs fylgja lýsingar á vatnafari framan við jökulinn: „Frekar lít- ið vatn var í austustu kvísl / Skálakvísl en hafði verið talsvert mikið í sumar og haust, þrátt fyrir kuldatíð. Lítið vatn var í mið- og vestustu kvíslunum, en hafði greinilega verið talsvert fyrr í haust og sumar.“ Mýrdalsjökull Sólheimajökull – Samkvæmt skýrslu Einars Gunn- laugssonar og Hildigunnar Þorsteinsdóttur hopar jök- ullinn enn og lónið fram við hann hefur stækkað en lítið er um jaka á lóninu. Slétt sandorpin íshella er rétt framan við jökulsporðinn. Vatnajökull Síðujökull – Ekki hefur verið mælt við jökulinn í nokkur ár og er honum því sleppt úr gagnatöflu að þessu sinni. Fyrri mælingar er hægt að nálgast í jökla- breytingaskýrslum fyrri ára eða á vef Jöklarannsókna- félagsins spordakost.jorfi.is Skeiðarárjökull vestur – Ekki var komist að jöklinum vegna Súlu. Jökullinn var hvítþveginn af regni sam- kvæmt skýrslu Hannesar Jónssonar. Skeiðarárjökull austur – Austurhluti Skeiðarárjökuls gengur fram á öllum þrem mælistöðunum haustið 2015. Miklar breytingar hafa átt sér stað þar fram- an við jökulinn undanfarin ár og Skeiðará rennur nú frá útfalli sínu austast í jöklinum meðfram öllum jök- ulsporðinum. Áin fer sumstaðar í gegnum lón fram- an við sporðinn en undir sporðinn á öðrum stöð- um. Ekki er ljóst hvaða áhrif þessi vatnagangur hef- ur á stöðu sporðsins en samkvæmt skýrslum Ragn- ars F. Kristjánssonar er jökullinn væntanlega á floti á hluta mælistaðanna. Mælt með fjarlægðarkíki á öllum mælistöðunum. Morsárjökull – Mælt með fjarlægðarkíki. Jökullinn úfinn og ekkert lón framan við jökulsporðinn að vest- an verðu við mælilínuna samkvæmt skýrslu Ragnars F. Kristjánssonar. Skaftafellsjökull – Samkvæmt skýrslu Svövu B. Þor- láksdóttur er mæling ársins ónákvæm. Mælt er með fjarlægðar kíki yfir lón en jökuljaðarinn er ójafn og „vík“ er inn í jökulinn í stefnu mælilínunnar. Niður- staða mælingarinnar er því mjög háð smá breytingum í stefnunni sem kíkt er eftir. JÖKULL No. 66, 2016 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.