Jökull


Jökull - 01.01.2016, Page 104

Jökull - 01.01.2016, Page 104
Bergur Einarsson Öræfajökull Svínafellsjökull – Í skýrslu Svövu B. Þorláksdóttur fylgir lýsing á jökuljaðrinum: „Lítil breyting er á jökuljaðrinum, eða í það minnsta legu hans. Mikil hreyfing er á urðinni framan jökulsins. Breytingin á jaðrinum liggur nær eingöngu í því að þegar gengið er inn á jökulinn lækkar hann mikið í fyrstu áður en hann fer að hækka aftur (eins konar laut í jöklinum). Það er spurning hvort þarna muni fremsta tunga jað- arsins slitna frá í framtíðinni.“ Einnig fylgja lýsing- ar á hæð lónsins framan við jökulinn Hafrafellsmeg- inn, sem virðist vera mjög breytileg. Haustið 2015 var lónstaðan hærri en haustið 2014 en þó voru merki um að en hærra hefði staðið í lóninu fyrr um sumarið því sjá mátti ísjaka og flóðför ofar í landslaginu. Falljökull – Líkt og áður eru töluverðar breytingar á svæðinu við sporð jökulsins frá ári til árs samkvæmt lýsingum Svövu B. Þorláksdóttur í skýrslu: „Lónið framan jökulsins er nú nokkuð samfellt, þ.e. minna um ‚eyjar‘ en áður. Eins og fyrri ár er mælt að aurug- um jaðri jökulsins í austasta hlutanum. Hann hefur færst mikið þetta árið og svo virðist sem hvíta tunga sem gengur fram aðeins vestar fylgi hopi auruga hlut- ans og er hún núna u.þ.b. 10–15 m framar en svarti jarðarinn. Á milli auruga sporðsins og þess hvíta er svo útfall Virkisár, eða alla vega hluti þess.“ Vatnajökull Brókarjökull – Samkvæmt skýrslu Bergs Pálssonar er jökuljaðarinn mjög hár og brattur og jökulinn sprung- in. Svo er eins og kvarnist af jöklinum í lón fyrir fram- an hann, frekar en að hann lækki. Því er einnig lýst að jökulstraumurinn sé órofinn frá toppi og niður en sé mjór á kafla. Jökulinn mjókkar þar á milli ára og gæti að lokum slitnað í sundur. Heinabergsjökull – Haustið 2016 kom í ljós við myndatöku af jöklinum úr dróna að í lóninu framan við jökulsporðinn eru tunga af ísjökum á floti. Þessir jakar eru ekki samfastir jöklinum en líta út af jörðu niðri fyrir að vera það. Hugsanlegt er að aðstæð- ur framan við jökulinn hafi einnig verið með þessum hætti haustið 2015 og jafnvel einhver ár þar á undan. Mælingar bæði við Hafrafell og við Geitakinn haustið 2015 eru því mögulega ekki að raunverulegum sporði jökulsins heldur einungis í fljótandi jaka og gætu því verið ómarktækar. Fláajökull – Töluverðar breytingar eru á vatnafari framan við Fláajökul líkt og marga aðra jökla og í skýrslu Bergs Pálssonar fyrir mælistaðinn vestan Hólmsár segir: „Gríðarlega miklar breytingar fyrir framan jökulinn. Áin rennur núna (síðustu um 2 ár) austur með jökulbrúninni og niður á milli Jökulfells og gamla Miðfells. (Rann áður vestan við Miðfell).“ Bergur minnist enn fremur á að jökullinn sé lágur og ávalur en straumur í honum miðjum ca. 300–500 m inn á jöklinum og að mikil aska sé á jöklinum. Upp- safnað hop 2010 til 2013 fyrir mælistaðinn vestan Hólmsár misritaðist í töflu í fyrra sem 42 m, átti að vera 32 m. Lambatungnajökull – Mælt var frá föstum punkti að jaðri Lambatungnajökuls árið 2008 en ekki var mælt aftur að sporðinum fyrr en haustið 2015 þegar Bergur Pálsson tók jökulinn að sér. Kverkjökull – Skálaverðir í Kverkfjöllum könnuðu ástandið framan við jökulinn haustið 2015 og fundu þar gamalt jöklamerki, JM 194. Mælt var frá því að núverandi jaðri jökulsins. Samkvæmt skýrslu Daníels Þorlákssonar er töluverð óvissa á staðsetningu jökul- jaðarsins því mikið er af dauðís á svæðinu. Rjúpnabrekkujökull –Haustið 2015 náðist mæling við Rjúpnabrekkujökul eftir nokkur ár án mælinga. Árin 2011 til 2013 huldi snjór jökulsporðinn þegar mæl- ingaferðir áttu sér stað en haustið 2014 náðist ekki mæling því þá var svæðið norðan Vatnajökuls lokað vegna eldsumbrotanna í Holuhrauni. Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995– 2014 and 2014–2015 In 2015 the Iceland Glaciological Society received re- ports on glacier variations at 36 glacier margins. Un- usually many glacier margins were snow covered due to heavy snow during the winter of 2014 to 2015 and the cold summer of 2015. Glacier retreat was observed at 18 survey sites whereas the glaciers ad- vanced at 6 survey sites. 104 JÖKULL No. 66, 2016
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.