Jökull - 01.01.2016, Qupperneq 107
Society report
Flugvélaleit á Grænlandsjökli:
Hliðarspor jöklarannsókna
Helgi Björnsson
Raunvísindastofnun Háskólans, Jarðvísindastofnun, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; hb@hi.is
Abstract — Áratugum saman hafa flugáhugamenn víða um heim leitað að herflugvélum úr síðari heimsstyrj-
öldinni. Örfáar flugvélar eru enn til, og nær engar þeirra eru í flughæfu ástandi. Vélunum var fljótlega eytt að
stríðinu loknu. Þær urðu brotajárn, sem brætt var upp, og sums staðar var ekið með þær á flugbrautarenda,
þeim dembt þar niður og valtað yfir þær. Brakið varð að undirstöðu, þegar flugbrautir voru lengdar. Hér verður
sögð saga leitar að bandarískum herflugvélum á Grænlandsjökli. Leit, sem stóð yfir í 16 ár og lauk um hálfri
öld eftir að flugvélarnar höfnuðu á jöklinum og komu við sögu í heimsstyrjöldinni.
Bandaríki Norður-Ameríku í seinni
heimsstyrjöld
Bandaríkjamenn drógust inn í seinni heimsstyrjöld-
ina, þegar Japanir réðust á Pearl Harbor sunnudag-
inn 7. desember 1941. Auk Japana lýstu Þjóðverjar
strax stríði á hendur Bandaríkjunum. Þegar í maí árið
1942 var tekið að efla bandarískt herlið á Bretlandi,
sem beina skyldi gegn þýskum herjum á meginlandi
Evrópu; bæði til innrásar landgönguliða yfir Ermar-
sund (1943) og loftárása með sprengi- og orustuflug-
vélum. Fljótlegast þótti þá að koma flugvélum frá
Norður-Ameríku til Bretlands með því að fljúga þeim
í áföngum, svo að vélarnar gætu tekið eldsneyti á leið-
inni. Flogið var frá flugvelli á Presque Isle í Maine
til Goose Bay á Labrador á Nýfundnalandi. Síðan
var flogið með viðkomu í Syðri-Straumsfirði (Kang-
erlussuaq) á vestanverðu Grænlandi yfir Grænlands-
jökul til Reykjavíkur og loks þaðan til Ayr í Skotlandi.
Flugáfangarnir voru hver um sig frá 1.350 til 1.600 km
langir (1. mynd).
Þetta var erfitt flug. Flugvélarnar voru ekki bún-
ar jafnþrýstibúnaði og urðu því að fljúga lágt. Veður
gátu verið válynd á leiðinni, veðurspár ónákvæmar,
fjarskipti óörugg, áttavitar hvikulir, enda farið nærri
segulpólnum, og oft var tvísýnt, hvort vélarnar næðu
á áfangastað, áður en eldsneyti þryti. Flugbrautir voru
stuttar á Grænlandi og aðflug erfitt. Um margt minnir
þetta á jöklaferðir á snjóbílum á Íslandi um og eftir
miðja 20. öld. En þessar flugferðir þóttu öruggari en
flutningur vélanna sjóleiðis. Þýskir kafbátar grönduðu
birgðaskipum á Norður-Atlantshafi. Flug hervélanna
um þessa loftbrú var kallað operation Bolero (https://-
en.wikipedia.org/wiki/operation_Bolero).
Flugferðirnar frá Bandaríkjunum hófust 1. júní
1942, og þegar í lok ágúst þetta ár höfðu 386 vélar
náð á leiðarenda. Um 20 flugvélum hlekktist á (5%);
nær helmingi þeirra í einni ferð, þann 15. júlí, þegar
átta flugvélar nauðlentu á Grænlandsjökli. Vélarnar
grófust í jökulinn og komu því ekki frekar við sögu
í styrjöldinni. En af þessari ferð er lengri saga, sem
hér verður rakin, einkum vegna þátttöku nokkurra Ís-
lendinga í leit að flugvélunum á jöklinum, fjórum ára-
tugum eftir að þær höfnuðu þar. Öll er sagan reyfara-
kennd. Hún er saga kappsfullra manna og starfs þeirra
við erfiðar aðstæður á jökli. Sagan snertir einnig
jöklarannsóknir á Íslandi.
Örlagarík flugferð
Þriðjudaginn 7. júlí 1942 lögðu átta herflugvélar upp
frá Goose Bay á Labrador á Nýfundnalandi. Tvær
þeirra voru fjögurra hreyfla sprengiflugvélar, sem
kölluðust Fljúgandi virki (Flugvirki, Flying Fortress,
Boeing B-17, 2. mynd). Í áhöfn hverrar af þessum vél-
JÖKULL No. 66, 2016 107