Jökull


Jökull - 01.01.2016, Síða 107

Jökull - 01.01.2016, Síða 107
Society report Flugvélaleit á Grænlandsjökli: Hliðarspor jöklarannsókna Helgi Björnsson Raunvísindastofnun Háskólans, Jarðvísindastofnun, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; hb@hi.is Abstract — Áratugum saman hafa flugáhugamenn víða um heim leitað að herflugvélum úr síðari heimsstyrj- öldinni. Örfáar flugvélar eru enn til, og nær engar þeirra eru í flughæfu ástandi. Vélunum var fljótlega eytt að stríðinu loknu. Þær urðu brotajárn, sem brætt var upp, og sums staðar var ekið með þær á flugbrautarenda, þeim dembt þar niður og valtað yfir þær. Brakið varð að undirstöðu, þegar flugbrautir voru lengdar. Hér verður sögð saga leitar að bandarískum herflugvélum á Grænlandsjökli. Leit, sem stóð yfir í 16 ár og lauk um hálfri öld eftir að flugvélarnar höfnuðu á jöklinum og komu við sögu í heimsstyrjöldinni. Bandaríki Norður-Ameríku í seinni heimsstyrjöld Bandaríkjamenn drógust inn í seinni heimsstyrjöld- ina, þegar Japanir réðust á Pearl Harbor sunnudag- inn 7. desember 1941. Auk Japana lýstu Þjóðverjar strax stríði á hendur Bandaríkjunum. Þegar í maí árið 1942 var tekið að efla bandarískt herlið á Bretlandi, sem beina skyldi gegn þýskum herjum á meginlandi Evrópu; bæði til innrásar landgönguliða yfir Ermar- sund (1943) og loftárása með sprengi- og orustuflug- vélum. Fljótlegast þótti þá að koma flugvélum frá Norður-Ameríku til Bretlands með því að fljúga þeim í áföngum, svo að vélarnar gætu tekið eldsneyti á leið- inni. Flogið var frá flugvelli á Presque Isle í Maine til Goose Bay á Labrador á Nýfundnalandi. Síðan var flogið með viðkomu í Syðri-Straumsfirði (Kang- erlussuaq) á vestanverðu Grænlandi yfir Grænlands- jökul til Reykjavíkur og loks þaðan til Ayr í Skotlandi. Flugáfangarnir voru hver um sig frá 1.350 til 1.600 km langir (1. mynd). Þetta var erfitt flug. Flugvélarnar voru ekki bún- ar jafnþrýstibúnaði og urðu því að fljúga lágt. Veður gátu verið válynd á leiðinni, veðurspár ónákvæmar, fjarskipti óörugg, áttavitar hvikulir, enda farið nærri segulpólnum, og oft var tvísýnt, hvort vélarnar næðu á áfangastað, áður en eldsneyti þryti. Flugbrautir voru stuttar á Grænlandi og aðflug erfitt. Um margt minnir þetta á jöklaferðir á snjóbílum á Íslandi um og eftir miðja 20. öld. En þessar flugferðir þóttu öruggari en flutningur vélanna sjóleiðis. Þýskir kafbátar grönduðu birgðaskipum á Norður-Atlantshafi. Flug hervélanna um þessa loftbrú var kallað operation Bolero (https://- en.wikipedia.org/wiki/operation_Bolero). Flugferðirnar frá Bandaríkjunum hófust 1. júní 1942, og þegar í lok ágúst þetta ár höfðu 386 vélar náð á leiðarenda. Um 20 flugvélum hlekktist á (5%); nær helmingi þeirra í einni ferð, þann 15. júlí, þegar átta flugvélar nauðlentu á Grænlandsjökli. Vélarnar grófust í jökulinn og komu því ekki frekar við sögu í styrjöldinni. En af þessari ferð er lengri saga, sem hér verður rakin, einkum vegna þátttöku nokkurra Ís- lendinga í leit að flugvélunum á jöklinum, fjórum ára- tugum eftir að þær höfnuðu þar. Öll er sagan reyfara- kennd. Hún er saga kappsfullra manna og starfs þeirra við erfiðar aðstæður á jökli. Sagan snertir einnig jöklarannsóknir á Íslandi. Örlagarík flugferð Þriðjudaginn 7. júlí 1942 lögðu átta herflugvélar upp frá Goose Bay á Labrador á Nýfundnalandi. Tvær þeirra voru fjögurra hreyfla sprengiflugvélar, sem kölluðust Fljúgandi virki (Flugvirki, Flying Fortress, Boeing B-17, 2. mynd). Í áhöfn hverrar af þessum vél- JÖKULL No. 66, 2016 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.