Jökull


Jökull - 01.01.2016, Side 111

Jökull - 01.01.2016, Side 111
Flugvélaleit á Grænlandsjökli burt, og þær hurfu út í buskann. Svo tókst mönnum að góma nokkrar þeirra, kasta sér á þær og fletja þær út, áður en vindur næði þeim á flug aftur. Bandaríski flugherinn átti þá enga tiltæka skíða- vél, sem hafði flugþol til þess að ná til flugmannanna og koma þeim til byggða. Katalínubátur sveimaði yf- ir og leiðbeindi björgunarsveit frá veðurstöð í Ang- magssalik, sem fór á 10 m löngum trébáti suður með ströndinni og tók land, þegar 15 km bein leið var að flugvélunum. Gengu björgunarsveitarmenn upp jök- ulinn á skíðum og með fimm hunda fyrir einum sleða, sem ætlað var að flytja flugmanninn, sem hafði slasast. En krækja þurfti framhjá mörgum sprungum, svo að leiðin varð nær 30 km. Björgunarleiðangurinn kom til flugvélanna á 10. degi, frá því að nauðlent var á jöklin- um. Ein frásögn greinir frá því, að þá hafi flugmenn- irnir frétt, að veður hefði verið ágætt í Narsarssuaq (BW-1), daginn sem þeir lentu á jöklinum. Ef þeir hefðu flogið beint þangað undan óveðrinu vestur af Íslandi, hefðu þeir ekki þurft að nauðlenda. Þetta er þvert á orð Norman Vaughan, sem áður voru nefnd. Svo lögðu þeir allir af stað gangandi niður að strönd- inni og sukku upp á miðja ökkla í mjúkum snjónum. Nokkrir voru á skíðum, og þeir höfðu einn sleða, voru reyndar með lítinn farangur. Best gekk þeim ferðin á kvöldin, þegar snjórinn var frosinn og skari var á, sem hélt mönnum uppi. Þegar hópurinn náði strönd- inni, örmagna, var hann ferjaður yfir í strandgæslu- skip, kútterinn Nordland, sem flutti mennina til Ang- massalik (BE-2). Katalínubátur flaug með þá þaðan til BW-1, og síðan fóru þeir heim til Bandaríkjanna. Nokkru síðar kom í ljós við yfirheyrslur, að láðst hefði að eyðileggja miðunartæki í sprengivörpu annarrar B-17 vélarinnar, svo að senda varð tafarlaust leiðangur á jökulinn, áður en Þjóðverjar næðu tæk- inu. Reyndur jöklafari, Norman D. Vaughan (1905– 2005), major í flugbjörgunarsveit bandaríkjahers, sem þá var staddur í Quebec, var kvaddur til. Hann lagði af stað upp Grænlandsjökul á skíðum með sex hunda fyr- ir sleða og við annan mann, lieutenant Max Demarest. Þeir hrepptu illviðri, og svo fór, að Demarest sneri við, en Vaughan hélt einn áfram ferðinni upp að vélunum. Þess skal getið, að Vaughan hafði einnig verið í leið- angri Byrds, aðmíráls, til Suðurskautslandsins 1928– 1930. Síðar greindi Vaughan frá því, að þegar honum hafði tekist að ná miðunartækinu úr vélinni, hafi hann talið sig sjá hóp hermanna stefna á skíðum upp jök- ulinn frá ströndinni. Sagðist hann hafa grunað, að þar færu Þjóðverjar af kafbáti eða þýskri veðurathugun- arstöð, sem vissu af nauðlendingunni. Tók hann það ráð að flýja norður jökulinn, og þar komst hann nið- ur til byggða heill á húfi. Tækið þurfti hann að hafa með sér til þess að sanna, að hann hefði náð því úr flugvélinni; hann var einn á ferð. Vaughan átti síðan eftir að koma mikið við sögu leitar að flugvélunum, (Mbl. 14. ág. 1983). Það er af Max Demarest að segja, að hann gerði aðra tilraun til þess að komast upp að flugvélunum í lok júlí sama ár ásamt liðþjálfanum Don T. Tetley. Fóru þeir á vélsleða, en féllu af snjóbrú niður í sprungu og fórust báðir. Sást mölbrotinn sleðinn í sprungunni, en lík mannanna fundust ekki. Demarest var kunnur fyrir kenningar um hreyfingu og rof jökla. Upphaf leitarinnar, 1977–1982 Á árunum 1977 til 1990 leitaði á annan tug hópa að hervélunum (sjá ítarlega frásögn Hayes, 1994, sem mjög er stuðst við í þessari samantekt). Í fyrstu var spurt, hvar flugvélarnar gætu leynst á Grænlandsjökli. Sagt var, að sést hefði til þeirra 1961, um 20 árum eftir að þær nauðlentu, og altalað var, að þær væru aðeins undir nokkurra feta þykkum snjó, svo að 6 m hátt stél B-17 vélar gæti enn náð upp úr snjóbreiðunni. Lýsing á björgun flugliðanna fannst í logbók frá kútternum Nordland, einnig sextantmæling af staðsetningu einn- ar B-17 vélarinnar. Þá voru til ljósmyndir af flugvél- unum frá 1942. Þar sést innbyrðis afstaða þeirra og í fjarska fjöll á austurströnd Grænlands. Laust fyrir 1980 stofnuðu fjórir flugmenn með sér félag um að leita að vélunum og ná þeim upp úr jökl- inum. Flugstjórinn Russel Rajani var í fyrstu fyrir hópnum. Carl Rudder, ofursti, einn af flugmönnum P- 38 vélar, vakti athygli flugstjórans Roy Degan á vél- unum. Degan ræddi við Patrick Epps, eiganda flug- vélaþjónustu í Atlanta; í flugskýli hans mætti flytja vélarnar, eftir að þær næðust upp. Arkitektinn Rich- ard Taylor, vinur Epps, var einnig í hópnum. Árið 1981 veittu dönsk stjórnvöld félögunum (Pursuit Un- limited) rétt í tvö ár til þess að leita að flugvélunum og grafa þær upp. JÖKULL No. 66, 2016 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.