Jökull - 01.01.2016, Side 111
Flugvélaleit á Grænlandsjökli
burt, og þær hurfu út í buskann. Svo tókst mönnum að
góma nokkrar þeirra, kasta sér á þær og fletja þær út,
áður en vindur næði þeim á flug aftur.
Bandaríski flugherinn átti þá enga tiltæka skíða-
vél, sem hafði flugþol til þess að ná til flugmannanna
og koma þeim til byggða. Katalínubátur sveimaði yf-
ir og leiðbeindi björgunarsveit frá veðurstöð í Ang-
magssalik, sem fór á 10 m löngum trébáti suður með
ströndinni og tók land, þegar 15 km bein leið var að
flugvélunum. Gengu björgunarsveitarmenn upp jök-
ulinn á skíðum og með fimm hunda fyrir einum sleða,
sem ætlað var að flytja flugmanninn, sem hafði slasast.
En krækja þurfti framhjá mörgum sprungum, svo að
leiðin varð nær 30 km. Björgunarleiðangurinn kom til
flugvélanna á 10. degi, frá því að nauðlent var á jöklin-
um. Ein frásögn greinir frá því, að þá hafi flugmenn-
irnir frétt, að veður hefði verið ágætt í Narsarssuaq
(BW-1), daginn sem þeir lentu á jöklinum. Ef þeir
hefðu flogið beint þangað undan óveðrinu vestur af
Íslandi, hefðu þeir ekki þurft að nauðlenda. Þetta er
þvert á orð Norman Vaughan, sem áður voru nefnd.
Svo lögðu þeir allir af stað gangandi niður að strönd-
inni og sukku upp á miðja ökkla í mjúkum snjónum.
Nokkrir voru á skíðum, og þeir höfðu einn sleða, voru
reyndar með lítinn farangur. Best gekk þeim ferðin
á kvöldin, þegar snjórinn var frosinn og skari var á,
sem hélt mönnum uppi. Þegar hópurinn náði strönd-
inni, örmagna, var hann ferjaður yfir í strandgæslu-
skip, kútterinn Nordland, sem flutti mennina til Ang-
massalik (BE-2). Katalínubátur flaug með þá þaðan
til BW-1, og síðan fóru þeir heim til Bandaríkjanna.
Nokkru síðar kom í ljós við yfirheyrslur, að
láðst hefði að eyðileggja miðunartæki í sprengivörpu
annarrar B-17 vélarinnar, svo að senda varð tafarlaust
leiðangur á jökulinn, áður en Þjóðverjar næðu tæk-
inu. Reyndur jöklafari, Norman D. Vaughan (1905–
2005), major í flugbjörgunarsveit bandaríkjahers, sem
þá var staddur í Quebec, var kvaddur til. Hann lagði af
stað upp Grænlandsjökul á skíðum með sex hunda fyr-
ir sleða og við annan mann, lieutenant Max Demarest.
Þeir hrepptu illviðri, og svo fór, að Demarest sneri við,
en Vaughan hélt einn áfram ferðinni upp að vélunum.
Þess skal getið, að Vaughan hafði einnig verið í leið-
angri Byrds, aðmíráls, til Suðurskautslandsins 1928–
1930.
Síðar greindi Vaughan frá því, að þegar honum
hafði tekist að ná miðunartækinu úr vélinni, hafi hann
talið sig sjá hóp hermanna stefna á skíðum upp jök-
ulinn frá ströndinni. Sagðist hann hafa grunað, að þar
færu Þjóðverjar af kafbáti eða þýskri veðurathugun-
arstöð, sem vissu af nauðlendingunni. Tók hann það
ráð að flýja norður jökulinn, og þar komst hann nið-
ur til byggða heill á húfi. Tækið þurfti hann að hafa
með sér til þess að sanna, að hann hefði náð því úr
flugvélinni; hann var einn á ferð. Vaughan átti síðan
eftir að koma mikið við sögu leitar að flugvélunum,
(Mbl. 14. ág. 1983).
Það er af Max Demarest að segja, að hann gerði
aðra tilraun til þess að komast upp að flugvélunum í
lok júlí sama ár ásamt liðþjálfanum Don T. Tetley.
Fóru þeir á vélsleða, en féllu af snjóbrú niður í
sprungu og fórust báðir. Sást mölbrotinn sleðinn í
sprungunni, en lík mannanna fundust ekki. Demarest
var kunnur fyrir kenningar um hreyfingu og rof jökla.
Upphaf leitarinnar, 1977–1982
Á árunum 1977 til 1990 leitaði á annan tug hópa að
hervélunum (sjá ítarlega frásögn Hayes, 1994, sem
mjög er stuðst við í þessari samantekt). Í fyrstu var
spurt, hvar flugvélarnar gætu leynst á Grænlandsjökli.
Sagt var, að sést hefði til þeirra 1961, um 20 árum eftir
að þær nauðlentu, og altalað var, að þær væru aðeins
undir nokkurra feta þykkum snjó, svo að 6 m hátt stél
B-17 vélar gæti enn náð upp úr snjóbreiðunni. Lýsing
á björgun flugliðanna fannst í logbók frá kútternum
Nordland, einnig sextantmæling af staðsetningu einn-
ar B-17 vélarinnar. Þá voru til ljósmyndir af flugvél-
unum frá 1942. Þar sést innbyrðis afstaða þeirra og í
fjarska fjöll á austurströnd Grænlands.
Laust fyrir 1980 stofnuðu fjórir flugmenn með sér
félag um að leita að vélunum og ná þeim upp úr jökl-
inum. Flugstjórinn Russel Rajani var í fyrstu fyrir
hópnum. Carl Rudder, ofursti, einn af flugmönnum P-
38 vélar, vakti athygli flugstjórans Roy Degan á vél-
unum. Degan ræddi við Patrick Epps, eiganda flug-
vélaþjónustu í Atlanta; í flugskýli hans mætti flytja
vélarnar, eftir að þær næðust upp. Arkitektinn Rich-
ard Taylor, vinur Epps, var einnig í hópnum. Árið
1981 veittu dönsk stjórnvöld félögunum (Pursuit Un-
limited) rétt í tvö ár til þess að leita að flugvélunum
og grafa þær upp.
JÖKULL No. 66, 2016 111