Jökull


Jökull - 01.01.2016, Page 117

Jökull - 01.01.2016, Page 117
Flugvélaleit á Grænlandsjökli m af ís. Væri reiknað með þessari meðalsnjósöfnun síðan 1942, mætti ætla, að dýpi niður á vélarnar væri um 70–80 m (ef tekið er tillit til samþjöppunar snæv- arins). Þessar niðurstöður falla vel að mati danska jöklafræðingsins Børge Fristrup (1966, s. 234), að ársúrkoma á þessu svæði gæti verið 0,9 m vatns. Borun í jökulinn 1984 sýndi einnig, að á 22 m dýpi var komið niður á ís, og þar var jafnframt vatnsborð í jöklinum. Leysingarvatn, sem hripað hafði frá yfir- borði í gegnum snjóinn, safnaðist í borholuna, vegna þess að það gat ekki runnið í gegnum jökulísinn. Því væri ljóst, að við borun eftir flugvélunum yrði að fara niður um vatn, og kröftugar dælur þyrfti til þess að losna við það. Borun snemma að vori, áður en sumar- leysing hefst, yrði auðveldari en seinna að sumri. Einu mætti þó fagna. Ætla mætti, að vatn hafi náð að renna inn í búk vélanna, frjósa þar að vetri fyrstu árin, eftir að vélarnar lentu, svo að ís og vatn hafi staðið gegn fargi snævar, sem lagðist ofan á vélarnar, þegar þær grófust í jökulinn. Þó mætti búast við því, að ýmsir hlutar vélanna hefðu beyglast undan fargi. Loks töldum við ljóst, að vatn í jöklinum skýrði, hvers vegna vélarnar höfðu ekki sést með jarðsjá. Um 1 m löng bylgjan skellur harkalega til baka frá vatnsborð- inu, og sá hluti hennar, sem kemst neðar í jökulinn, dreifist í allar áttir, þegar hún rekst á vatnstauma. Það er ekki fyrr en bylgjan er orðinn 10–20 m löng, að hún smýgur niður jökulinn, án þess að truflast um of af vatnstaumum. Sá hluti Grænlandsjökuls, sem flugvélarnar höfðu lent á, reyndist því ekki vera gadd- jökull eins og eðlilegt var að telja, þegar leit með jarðsjá hófst 1981. Aftur leitað 1985–1990 Árið 1985 fóru Jay Fiondella á jökulinn með stuðningi fjármálamanna í San Francisco (Historical Aircraft Recovery Team, HART) og Ray Cox (Western World Retrivals, Seattle). Einn úr hópi þeirra, Kanadamað- urinn Bill Thuma, tók með segulmæli og greindi síðar frá því, að hann hefði reiknað út, að líklega væru vél- arnar á 258 feta dýpi (78,6 m) (Hayes, 1994, s. 83). Leiðangur 12.–26. júlí 1986 Nú hafði það gerst, að félagið Pursuit Unlimited undir forystu Russels Rajani hafði misst réttinn til þess að ná upp flugvélunum, og félagið GES undir stjórn Pat- ricks Epps og Richards Taylor hafði náð réttinum og samið við dönsk stjórnvöld, sem skyldu fá eina af vél- unum. Um miðjan júlí 1986 var enn gerður út leiðangur með jarðsjá (180 MHz), sem leiðangursmenn drógu á sjálfum sér um jökulinn. Um var að ræða sams konar tæki og jarðeðlisfræðingurinn Bruce Bevan (Geosight P.O. Box 135 Pitman, NJ 08071) hafði áður beitt, og ætti hún að sjá niður á 70 m dýpi. Alls drógu þeir jarðsjána 25–30 km eftir jöklinum, og voru 15–30 m á milli samsíða mælilína. Nú hafði þeim bæst við öflug- ur liðsmaður, Gordon Scott, tveggja metra hár krabba- veiðimaður frá Alaska, sem þindarlaust dró jarðsjána um jökulinn. Mælisvæði höfðu þeir valið, þar sem þeim þótti líklegt, að einstakar vélar væru út frá ljós- myndum af legu þeirra frá 1942. Þeir sáu endurkast á nokkrum stöðum í efstu 15 m jökulsins, en töldu lík- legt, að það væri frá sprungum (skilum íss og lofts). Sagt er, að þeir hafi reynt að ná tali af okkur Arn- grími og Jóni fyrir áeggjan Normans, sem bar okkur félögum vel söguna, en það hafi ekki tekist. Leiðang- ursmenn lentu síðan í óveðri, og að því loknu hættu þeir. Í skýrslu Bruce Bevans (1986) um leiðangurinn ráðleggur hann að reyna mætti jarðsjá með 80 MHz tíðni. Hann taldi einnig, að mælingar á styrk seg- ulsviðs gætu greint járn í vélum niður á 15 m (með prótónu-segulmæli). Eina ferðina enn hafði verið farið með jarðsjá til leitar að flugvélunum. Epps, Taylor og Bevan trúðu því alls ekki, að vélarnar væru á meira en 15–30 m dýpi. Vera má að þeir hafi aldrei séð skýrslur okkar um niðurstöður mælinganna 1983 og 1984. Reynolds fyrirtækið hafði einkaleyfi á niðurstöðum frá 1983 og hafði samið um það við Rajani. Miklar deilur voru þá á milli þessara manna um réttinn til þess að ná vélun- um upp. Epps og Taylor vildu ekki fallast á, að Rajani hefði „fundið vélarnar“ árið 1983 og vantreystu jafn- framt þeim mönnum, sem unnið höfðu með honum. Leiðangur 10.–29. júlí 1988 Enn gerði GES út leiðangur á jökulinn. Hópur lækna undir forystu Dans Callagan lagði til samskotafé. Leituðu þeir nú til rannsóknastofnunar, sem er tengd bandaríska hernum og hefur mikla reynslu af rann- sóknum á snjó og ís (Cold Region Research Engineer- ing Laboratory í New Hampshire). Sömdu þeir við JÖKULL No. 66, 2016 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.