Jökull


Jökull - 01.01.2016, Síða 122

Jökull - 01.01.2016, Síða 122
Helgi Björnsson átti ekki við mig, sem reyndi að forðast vandamál og taldi þau vera minn klaufaskap, þó ekki óheppni. En við áttum einnig jöklamann, Carl J. Eiríksson, sem hvað nákvæmni og fyrirhyggju varðaði, var nokkuð líkur Bob Cardin. Þátttaka okkar íssjármanna í þessu ævintýri árið 1983 var tilviljun. Hún réði engum úrslitum um, að ein P-38 vélin var grafin upp árið 1992, vegna þess að þá höfðu menn víða um lönd lært að beita íssjá á þíðjökla. Þakkir Án Jóns Sveinssonar (1944–2007) og Arngríms Her- mannssonar (f. 1953) hefðu vélarnar ekki fundist í leiðöngrum okkar á Grænlandsjökul. Án Patricks Epps og Richards Taylor, Gordons Scott og Larrys Seabolt hefði leit verið hætt án árangurs. Íssjá okk- ar var meistarasmíði Marteins Sverrissonar (1947– 2008), Ævars Jóhannessonar (f. 1931) og Jóns Sveins- sonar. Fræðilegan grunn að íssjánni lögðu erlendir menn, en án stuðnings Eggerts V. Briem (1895–1996) og Þorbjörns Sigurgeirssonar (1917–1988), forstöðu- manns eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar, hefðu íslenskir jöklamenn ekki náð forskoti við smíði ís- sjár og nýtingu hennar til rannsókna á þíðjöklum. Þegar ljóst var, að fyrstu tilraunir til íssjármælinga höfðu tekist vel í leiðangri á Vatnajökli vorið 1976, þótti Þorbirni rétt að kalla til okkar bestu tækni- menn, og Eggert greiddi allan kostnað tækjasmíðinn- ar. Marteinn hannaði og setti saman móttökutækin, Ævar gerði sendinn, en Jón bjó þannig um hvern hlut, að tækin stóðust allt hnjask og veður, sem upp gátu komið í jöklaferðum. Ólafur Grímur Björnsson og Björn S. Stefánsson lásu handrit og prófarkir. Viðauki. Brot úr sögu þykktarmælinga á jöklum með rafsegulbylgjum Í upphafi sjöunda áratugar tuttugustu aldar greindu vísindamenn bandaríska flughersins frá því, að mæla mætti þykkt heimskautajökla með radarhæðarmælum í flugvélum, sem senda frá sér snögga púlsa af rafseg- ulbylgjum með 400 MHz tíðni, öldulengd nærri 0,5 m (Waite and Schmidt, 1961). Rafsegulbylgjurnar gætu borist langar leiðir um einsleitan jökulís og endurkast- ast, þegar þær rækjust á jökulbotn og náð aftur upp á yfirborð. Þá hafði um nokkurt skeið verið vitað, að flugmenn töldu sig ekki geta treyst radarhæðarmælum yfir jöklum. Jafnvel var eitt flugslys rakið til þess, að flugvél hefði flogið inn í Grænlandsjökul, vegna þess að hæðarmælir nam ekki endurvarp frá yfirborði hans, heldur hafði bylgjan borist niður í gegnum jökulinn og ekki endurkastast, fyrr en hún lenti á jökulbotni. Flugmennirnir hefðu því vanmetið flughæðina, sem nam jökulþykktinni. Í framhaldi af þessari niðurstöðu hannaði Stan Evans (1963) við Cambridgeháskóla í Englandi fyrsta tækið til mælinga á þykkt jökla, þar sem rafpúlsar bæru VHF tíðni niður í jökul. Margar rannsóknastofnanir fylgdu á eftir og smíðuðu mæli- tæki, sem flest sendu frá sér stutta rafpúlsa með 60 MHz tíðni, og lengd bylgjunnar, sem fór um ísinn, var um 3 m, og unnt var að greina ísþykkt með 0,5 m nákvæmni. Tækin voru notuð með góðum árangri frá lokum sjöunda áratugar síðustu aldar við könnun á þykkt gaddjökla á Grænlandi og á Suðurskautslandinu (Bailey o. fl., 1964; Gudmandsen, 1969; Robin o. fl., 1969; Evans og Smith, 1969; Robin, 1972). Á annan áratug var hins vegar reynt að beita þess- ari sömu tækni á þíðjökla, sem eru á bræðslumarki og bræðsluvatn rennur um, en án árangurs. Lengi var talið, að orsökin væri sú, að styrkur bylgjunnar dofn- aði hratt á leið sinni í gegnum vatn í jöklinum. Því var reynt að beina sem mestri orku í þröngan geisla niður í jökulinn um stefnuvirk loftnet. Bylgjulengd- in styttist, tíðnin hækkaði, jafnvel í 400 MHz (Good- man, 1975; Watts o. fl., 1975). En árangur varð eng- inn á þíðjöklum, aðeins óreglulegt krass barst neðan úr jöklinum og kom fram á mælitækjum. Þá skal þess getið, að jarðsjár (oft 120–180 MHz), sem mikið hafa verið notaðar við könnun á jarðlögum nærri yfirborði, hafa ekki nýst til rannsókna á þíðjöklum. Reyndar er styrkur sendipúls þeirra minni en í tækjum, sem gerð eru til þess að kanna jöklaþykkt. Þó nýtast þær vel til þess að skrá þykkt vetrarsnævar á jöklum. Það var svo ekki fyrr en um 1975, að R.D. Watts og samstarfsmenn hans við bandarísku jarðfræði- stofnunina (US Geological Survey) bentu á, að erf- iðleikar við notkun rafsegulbylgna við þykktarmæl- ingar á þíðjöklum væru ekki vegna þess, hve styrk- ur rafsegulbylgna dofnaði hratt á leið um jökulinn, heldur væri það vegna endurkasts orku bylgjunnar frá 122 JÖKULL No. 66, 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.