Jökull


Jökull - 01.01.2016, Page 129

Jökull - 01.01.2016, Page 129
Jarðskjálfti í Krýsuvík 1663 ing þar sem lítið vantaði upp á nákvæmni. Svo er hins vegar ekki ef stæði með tugi eða hundraði. „Olim“ (fyrrum eða áður) verður vart öðruvísi skilið en „fyrir jarðskjálftann“, og lækkun þá miðuð við vatnsborð eins og það var þá. Telja má víst að mikið hafi lækkað í vatninu eftir skjálftann 1663, jafnvel sem nam 10 metrum ef hátt hefur staðið í þegar hann varð, og þá mátt komast meðfram hömrunum nema fyrir Syðristapa. Það tel ég óhugsandi. Útfall úr norðurenda Kleifarvatn var athugað og mælt allt að 0,7 m3/s (Ólafur Friðriksson, 1941). Það kann að hanga þar, en hversu mikið er óvíst. Varðandi 300 fetin hallast ég helst að því að Þorkell hafi haft XXX fet í skrifi sínu (sbr. fimm M skrefa ummálið), en útgefandi klúðrað er hann setti orð í stað bókstafa, en þá orðið trecenti hjá honum. Þannig má reyna að fá vit í þetta atriði í grein Þor- kels, helstu heimild um þennan atburð. Frumbréf hans mun hafa brunnið með bréfasafni Ola Borch 1728. Ein heimild önnur, óskyld er til, að vísu ekki alveg gallalaus. Hún er í 300 ára gömlu alfræðiriti „Cosmographia novissima“ (Georgii, 1715). Þar seg- ir á bls. 971 um merka staði í Sunnlendingafjórðungi: „Keplawick, eine Stadt, so anno 1653 im Erdbeben Schaden gelitten“. Eflaust er átt við 1663 skjálftann, en ártalið skolast til. Keflavík var verslunarstaður og skemmdir þar hafa þótt fréttnæmar. Pistil sinn (epistola) dagsetti Þorkell 10 árum eftir jarðskjálftann sem lækkuninni olli. Þá voru 18 ár frá því hann skoðaði hverina í Krýsuvík sem hann lýsir þar. Náttúrufræðingurinn hefur blundað í honum og hann kann að hafa gert sér ferð til að skoða. Erindi gat hann varla átt nema ef væri í lækniserindum, en þær stundaði hann og þótti næsta heppinn læknir, eða þá fjárleitir ef slíkt sómdi þá klerkum. Það sem hann segir um lækkunina sýnir að honum hefur þótt mik- ið um. Bæði það og orðalagið sem hann hefur um sprungurnar „að ég tel“ bendir til að hann hafi séð og byggt á því skoðun sína. Önnur gömul heimild um jarðskjálfta og vatns- borðslækkun Í heimildum má finna nokkur dæmi um að jarðskjálft- ar hafi haft áhrif á hverina í Krýsuvík, en sjaldnast er getið um lækkun í Kleifarvatni, enda verður henn- ar ekki vart samtímis. Dæmi eru þó um að ýjað sé að þessu, eða ráða má af lýsingum. Eitt dæmi er frá 18. öld. Ole Henchel (sjá Ol. Olavius, 1780) rannsak- aði brennisteinsnámurnar í Krýsuvík 1775. Hann lýs- ir breytilegu vatnsborði Kleifarvatns: „Fyrir 20 árum kvað hafa staðið miklu hærra í vatninu, en mjög lík- legt er að við jarðskjálfta hafi komið sprunga í botninn og vatn farið þar niður. Bóndinn sem þar bjó (þ.e. í Krýsuvík) kvaðst sjá þess merki að lækkaði í vatninu með hverju ári“. Líklega var orsökin í þetta sinn jarð- skjálfti í Krýsuvík síðla árs 1754. Hann var harður og stór hver auk annarra smærri spruttu upp (Eggert Ólafsson, 1772, bls. 919). Fiskleysi í Kleifarvatni Eggert og Bjarni voru í Krýsuvík sumarið 1756. Að- alerindi þeirra þangað var kanna með jarðborun hver væru upptök jarðhitans. Lækkun í Kleifarvatni hefði þá átt að vera komin fram eftir skjálftann tveim árum fyrr, en Eggert nefnir slíkt ekki í ferðabókinni. Hann hefur ekki annað um vatnið að segja en fróðleik frá heimafólki, skrímslasögur og vannýtta fiskauðgi þess: „I Guldbrynge-Syssel findes ogsaa fiskeriige Søer. For Ex. Kleyfarvatn, kort fra Krisevigs Svovelbjærg, hvor Naboerne havde skiøn Fangst til tilforn, men som nu er nedlagt“. Enn segir þar „..da vi vare her (í Krýsuvík), blev os fortaald adskilligt om Kleifar- vatn, fornemmelig, at Naboerne turde ikke fiske der (endskiønt de vidste at Søen var fuld af Fisk, som sprang jævnlig op og legede i Vandet) for den Orms eller Slanges Skyld..“ Fiskleysi Kleifarvatns kann að stafa af því að hrygningarstöðvar silungs spillist við tíðar sveiflur vatnsborðsins, einkum þær stærstu. Slíkar breyting- ar eru býsna hraðar, geta numið fjögra metra lækkun á rúmum tveim árum. Fyrsta tilraun sem sögur fara af til að setja fisk í Kleifarvatn er frá árum Árna Gíslasonar (d. 1898) stórbónda og sýslumanns í Krýsuvík. Misvöxtur vatnsins þótti undarlegur og engin veiði var í því, en þá gerði Árni Gíslason tilraun til að flytja silung eða silungsseyði úr Elliðavatni í Kleifarvatn. Hún fór út um þúfur, því að sendimaðurinn drakk sig ölvaðan í Hafnarfirði. Meðan því fór fram var silungurinn í kist- unum og var dauður þegar honum loks var sleppt í Kleifarvatn (Guðmundur G. Bárðarson, 1929). Árni JÖKULL No. 66, 2016 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.